Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 281
BÚNAÐARRIT
275
I)reytingar á löguni um bændaskóla, er lá fyrir siðasta
Alþingi."
Samþ. með 14 samhlj. atkv.
35. Mál nr. U.
Frv. til laga um ættaróðal og óðalsrétt, flutt á Alþingi
1934 af Jóni Sigurðssyni, Guðbr. ísberg, Jóni Pálma-
syni, Pétri Ottesen og Ólafi Thors, 158. mál, þskj. 65.
Nefndin bar fram svohljóðandi tillögu á þskj. 257:
„Búnaðarþingið telur frumvarp til laga um ættaróðal
og óðalsrétt, stefna til nieiri festu og fjárhagslegrar
tryggingar fyrir sjálfsábúðina í landinu, samhliða því
að ákvæði þess, þegar lil framkvæmda kæmi, nmndi
draga úr fjárflótta þeim frá sveitunum til kaupstað-
anna, sein nú er svo tilfinnanlegur við eignaskipti á
jörðum. Búnaðarþingið óskar því eindregið að Alþingi
fallist á frumvarp þctta í meginatriðum, og að það nái
fram að ganga í lagaformi."
Samþ. með 10 samhlj. atkv.
36. Mál nr. 60.
a. Reglur um kosning fulltrúa á sambandsfundi o. fl.
samþykktar á aðalfundi Búnaðarsambands Skagfirð-
inga 1934, þskj. 89.
b. Uppkast að reglum um kosningu búnaðarþingsfull-
trúa, samdar af M. Stefánssyni búnaðarmálastjóra
(óskx-ásett).
Nefndin lagði til, að reglur Skagfirðinga væru sain-
þykktar með einni smábreytingu, þskj. 149.
Málinu var vísað til nefndarinnar aftur — og fékk
])á till. M. St., — skilaði svo tillögum l)æði um kosn-
ing fulltrúa á sambandsfundi og á Búnaðarþing, ]>skj.
184.
Við tillögur nefndarinnar á því þslcj. komu fram
breytingartillögur á þskj. 203—211, og tók nefndin
málið enn til athugunar eftir að u.mræður höfðu farið