Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 312
BÚNAÐARRIT
Jarðabæturnar 1934.
Sumarið 1934 mældu trúnaðarmenn Búnaðarfélai'N
Islands og búnaðarsambandanna jarðabætur lands-
manna í tíunda sinn, síðan jarðræktarlögin gengu í
gildi. Lögin eru að vísu frá 1923, en fyrstu jarðabóta-
mælingar samkvæmt þeim fóru ekki fram fyr en 1925.
Þar sem nú er fengin 10 ára reynzla um jarðræktar-
lögin, þá hefði verið fróðlegt að skrifa rækilega um
þessa reynslu hér. Þó verður ]>að ekki gert venju
fremur á þessum stað, enda réði stjórn lelagsins Sig-
urð Sigurðsson til þess, um síðustu áramót, er hann lél
af búnaðarstjórastarfinu, að skrifa ítarlega skýrslu um
jarðabætur í landinu, siðan jarðræktarlögin komu til
sögunnar. Hann hefir nú lokiö því verki, og verður
skýrsla hans gefin út í bókabálkinum „Skýrslur Bún-
aðarfélags íslands“. Þá skýrslu þurfa allir jarðabóta-
menn landsins að eignast, þegar hún kemur út, ])ví að
hún sýnir stærstu átökin, sem gerð hafa verið í ræktun
landsins, og á að verða mönnum hvöt til enn stærri
átaka í framtíðinni, því að nóg eru verkefnin, og svo
að segja árlega opnast nýir möguleikar til aukinnar
og bættrar ræktunar, og jafnört kalla nýjar þarfir á
bæði lúnar og ólúnar hendur, til þess að rækta landið
og draga úr skauti móður moldarinnar frjóu meira
og meira brauð handa börnum landsins, ]>ví að oft var
þörf en nú er nauðsyn, ineiri en núlilandi kynslóð
hefir þekkt, að þjóðin búi sem mest að sínu, og verði
sjálfri sér nóg, í mörgu því, sem áður var að meira
eða ininna leyti afsakanlegt og jafnvel réttmætt að
sækja til annara landa.