Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 12
10
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
BJARNI BENEDIKTSSON
frá Hofteigi:
HVSÐ
KOST5R
LfFTÐ?
Við höfum séð þá.
Við höfum séð þá safnast saman í Oddfelló til að éta.
Við höfum séð þá aka á dularfundi í Frímúrarareglunni.
Við höfum séð þá gapandi af sjálfsánægju í Þjóðleik-
inu. Við höfum séð þá undirrita landráðasamninga í Stjórn-
arráðinu. Við höfum séð þá veltast í drykkjuskap suður
á Hótel ískariót. Við höfum séð þá baka sig á svölum 200
fermetra sumarbústaða á Þingvöllum. Við höfum séð þá
lifa af því að ljúga í Morgunblaðinu. Við höfum séð þá
stela islenzkum milljónum í amerískum bönkum. Við höfum
séð þá ríða ösnum suður á ítalíu.
Já, hvort maður hefur séð þá, höfðingjana í Reykjavík.
Margir þeirra voru eitt sinn stúdentar í Háskóla íslands.
Guð má vita hvort þeir voru ekki róttækir á sína vísu sumir
hverjir — löngu áður en Félag róttækra stúdenta var
stofnað.
Hvað kostar lífið þessa menn? Það kostar þá nokkrar
milljónir. Þeir skynja lífið sem lúksusvarning. Það eitt
skiptir máli að komast yfir peninga til að kaupa hann.
Höll, vald — það er draumurinn. Þjófnaður, svínarí, —
það er aðferðin. Spilling, blindni — það er einkennið. Og
svo þykjast þeir ekki aðeins vera menn, heldur einnig salt
jarðar, máttarstólpar þjóðfélagsins.
Þessir náungar eru ekkert sérstakt íslenzkt fyrirbæri,
heldur eru þeir angi sjálfs hins alþjóðlega auðvalds í sjúk-
dómi þess og elli. Sú var tíð að jafnvel „höfðingjarnir“ í
Reykjavík báru ættjarðarást í brjósti, þekktu til hugsjóna,
báru kennsl á baráttu fólksins. Hnignun íslenzkrar valda- •»
stéttar hefur haldizt í hendur við göngu auðvaldsins í heim-
inum frá verksmiðjurekstri til styrjaldarreksturs, frá þjóð-
nýtum framkvæmdum til alþjóðlegs samsæris. Þegar
við sjáum þá, herrana hérna í Reykjavík, sjáum við síð-
ustu dreggjar stéttar sem runnið hefur skeið sitt á enda,
en snýst örðug við á grafarbakkanum til að skrumskæla
sig framan í lifið. Það fer ekki hjá því að maður finni til
vorkunnsemi með þeim.
Nú á dögum þýðir lítið að þykjast vera róttækur án
þess að standa í jarðsambandi við verklýðshreyfinguna.
Nú á dögum þýðir lítið að flagga með háa lærdómstitla
án þess að skilja hinn alþjóðlega sósíalisma. Þegar öll kurl
koma til grafar er hvorki heimsstríð né atómsprengja
höfuðsannindi liðinnar né líðandi stundar. Meginstaðreynd
allrar sögu síðustu áratugi er einmitt verklýðshreyfingin,
sósíalisminn — vöxtur þeirra og viðgangur. Víst er efna-
fræði mikil vísindagrein. Vissulega er himingeimurinn stór-
brotið rannsóknarefni. Máttugt er aðdráttarafl mannkyns-
sögu. En efnafræðingurinn, stjarnspekingurinn, sögukönn- ^
uðurinn — allir þessir menn lifa þó aðeins í útskæklum
tilverunnar ef þeir þekkja ekki um leið sannleik verka-
mannsins á eyrinni, stúlkunnar í frystihúsinu, hásetans á
bátnum. Verklýðshreyfingin, sósíalisminn er aflgjafi
sannrar framfarar í dag, frumkraftur allra höfuðþátta
nútímaþróunar; aðeins á vegum verklýðshreyfingar og
sósíalisma mun friður vinnast. Við íslendingar lifum í
ófrjálsu þjóðfélagi í dag, búum við sívaxandi íhlutun ann-
arlegra aðilja, sjálfstæði okkar á fallanda fæti um skeið.
Það er mikil hrelling að vita góða drengi, sem unna frelsi
þjóðarinnar og hafa trú á íslenzku sjálfstæði, smíða sér
eitthvert óhlutstætt plan uppi í loftinu til að heyja frá
brautirnar verða beinar, því að hugurinn ber menn hálfa
leið.
Hinni löngu og frjósömu starfsævi Stalíns er nú lokið.
Sem ungur menntamaður gekk hann á hönd lífsstefnu er
ýmsir héldu að væru óraunhæfir draumórar stofulærðra
sérvitringa, máttvana ósk alþýðunnar um betra og rétt-
látara líf. Stalín tókst að blása lífi í drauminn, gera ríki al-
þýðunnar að sterkasta og glæsilegasta veruleika vorra daga
og allra tíma. í stað örvæntingar hins nafnlausa, sljóa, von-
lausa, kúgaða múgs, er nú kominn hinn frjálsi, glaði og
hnarreisti einstaklingur sem þekkir rétt sinn og afl, og
bræðralag þessa nýja mannkyns. Ég tel mér skylt að minn-
ast þessa verks í hátíðariti Félags róttækra stúdenta og
bera fram mínar fátæklegu þakkir.
Á hinu fagra, sögufræga Rauða torgi í Moskvu stendur
grafhýsi Leníns, ein látlausasta og þokkafyllsta bygging
í heimi. Þangað var fluttur til hinstu hvíldar líkami hinnar
miklu hetju starfsins, Jósefs Stalíns. Nafn hans hefur verið
klappað djúpt í dimmrautt granít austurveggsins fyrir
neðan nafn Leníns. Hér fékk Stalín leg, við hlið félaga síns
og lærimeistara, í hjarta þess volduga ríkis sem hann
skapaði og festi í sessi öllum öðrum mönnum framar. Það
ríki er bautasteinn hans. Á Stalín mun rætast spá hins
mikla rússneska skálds: Að merki því mun þjóðbraut troð-
in síðan og þangað mæna augu klökk.
Reykjavík, 9. apríl 1953.
Þorvaldur Þórarineson.