Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Síða 16

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Síða 16
14 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ Úr gömlum greinum sem birzt hofa í Nýja stúdentablaðinu „Stundum dreymir mig á næturnar. Enginn hneykslast á því, þótt maður segi honum drauma sína. Ég er staddur í anddyrinu í þinghúsi lýðveldisins. Háskólaráðið situr í fleygfylking í stiganum gegnt mér. Rektor magnificus situr efstur í toppi, en hinir í tröppunum niður af, til beggja handa. Og ég stend frammi fyrir þessum dómstóli, en hans dýrð er mikil, og enginn mætir þar upp flibbalaus. Ég horfi upp í tröppurnar og segi bljúgur: Þið eruð frjálslyndir menn, þið elskið þá æsku, sem á raust, þið undrist þann stúdent, sem í dag, þegar allur heimurinn er eins og marxismi í function, eins og lifandi mynd hinna óskeikulu lögmála Marx, skipar sér undir merki marxismans — undir merki kommúnismans. Þið dáið og skiljið hina byltingarsinnuðu æsku, sem lítur með undrun á „þá spottendur Guðs handarverka, sem leyfa sér að líða skort á þessari gnægtariku jörð,“ þá æsku, sem berst fyrir nýju og betra skipulagi, þar sem hvorki þekkist hungur né neyð. Gefið okkur, þessum æskumönnum, uppörfun og hvetjið oss til kröftugri bar- áttu fyrir nýju og betra skipulagi og meira réttlæti. En rector magnificus svarar og segir: Slíka uppörfun fáið þið ekki hjá oss, og undirtóku hinir neðar í stiganum hver af öðrum: Nei, ekki hjá oss! Og ég varð dapur í bragði og spyr: Megum við ekki eiga skoðun og berjast fyrir henni? En rector magnificus svarar og segir: Sannarlega segi ég þér, þeir sem hafa ráð á að eiga skoðun, hafa ekki ráð á að éta, og þeir, sem hafa ráð á að éta, hafa ekki ráð á að eiga skoðun. Þá hrópaði ég í örvæntingu: Á ég þá að kasta öllu því frá mér, sem fyllt hefur hug minn, og loka augum fyrir öllu ranglætinu, til þess að hafa ráð á að éta? Og rector magnificus svarar og segir: Amen, og undirtóku þeir, sem neðar sátu í stiganum. Amen, Amen. En það þýðir: Já, já, svo skal vera. En sumir segja að draumar séu markleysa. (Sölvi Blöndal, í Nýja stúdentablaðinu 2. tbl. 1933). — ★ — „Andbanningar hafa bent á það með réttu, að mikið hafi verið drukkið í landinu, síðari árin. Yfir hinu þegja þeir vandlega, hverjir hafi skapað þá tizku. En það eru fyrst og fremst foringjar andbanninga fyrr og nú og í þeirra hópi ber langmest á embættis- mönnum og efnuðum borgurum. íslenzkir embættis- og mennta- menn hafa, með nokkrum undantekningihn þó, verið ölkærir í meira lagi. Margir þeirra börðust sem ljón gegn banninu á sínum tíma. Þeir höfðu heim með sér stúdentasiðina frá Höfn, en þar hafa íslenzkir stúdentar jafnan verið annálaðir fyrir drykkjuskap. Þessir brennivínsberserkir gátu ekki unað því bótalaust, að þeim væri bönnuð þessi „saklausa“ nautn og þegar þeir fengu eigi vín löglega, brutu þeir lögin og drukku. Alþýðan átti þess engan kost að ná í vín á sama hátt, fyrst í stað, enda drakk hún alls ekki. Upphaf lögbrotanna og viðhald drykkjuskaparins verður því varla rakið til annarra en yfirstéttarinnar í landinu, þeirrar stéttar, sem átti að vernda lög og heilbrigði landsmanna og vera alþýðunni til fyrirmyndar. Og það var ekki nóg að menn drykkju. Þessi hópur hafði einnig skapað sér sína eigin brennivíns-„heimspeki“, sem fól í sér nokkra heimskulega paradoxa, þar sem heiður manna var jafnvel í veði, ef skorizt var úr leik og enginn þótti maður með mönnum, sem ekki reyndi allt milli himins og jarðar, þar á meðal ágæti Bakk- usar. Og hún átti líka til fyrirgefningu og umburðarlyndi handa þeim, sem urðu viti sínu fjær. Slíkt var mannlegt og ekkert mannlegt bar að fyrirlíta." (Benedikt Tómasson, í Nýja stúdentablaðinu 1. tbl 1935). — ★ — „Síðla vetrar 1933 var Félag róttækra háskólastúdenta stofnað. Ýmsir þeir atburðir gerðust skömmu áður innan Háskólans, sem báru of augljós og óhjúpuð merki afturhaldsins, til þess að þeim yrði látið með öllu ómótmælt af hálfu andstæðinganna, hinna frjálslyndu stúdenta. Fram til þessa hafði andi afturhaldsins svifið yfir hinum litlu og lygnu vötnum stúdentaráðanna. íhaldsmeiri- hlutinn í Háskólanum þóttist orðinn svo fastur í sessi, að engu yrði þar þokað. Þeir álitu sér óhætt að brjóta almennar lýðræðis- reglur um kosningar, og fyrst þeir álitu það óhætt að meirihluti þeirra væri svo mikill og óskertur þá fannst þeim svo sem sjálf- sagt að gera það.“ „Héðan í frá harðna átök öll innan Háskólans. Nú er í íyrsta sinn skipulagður félagsskapur til andmæla og baráttu gegn hinu landlæga stúdentaíhaldi. Félag róttækra háskólastúdenta efldist að meðlimatölu og ávann sér jafnframt samúð og traust þeirra stúdenta, sem jafnan ýmissa orsaka vegna, taka eigi beinan þátt í félagsstarfsemi samhliða námi sínu. Þetta kom í ljós jafnan við kosningar. Listi sá, er félagið bar fram við almennt kjör, hlaut alltaf vaxandi atkvæðatölu. Félagið, sem fyrst var stofnað til varn- ar gegn ofbeldi íhaldsmeirihlutans í Háskólanum, var þegar komið í sóknarstöðu, andstaðan á undanhaldi. íhaldið einangraðist ávallt meir og meir, róttæka félagið var að verða samfylking allra frjáls- lyndra háskólastúdenta gegn íhaldinu og drabböntum, sem flygs- uðust utan úr því á seinagangi þess, fasistunum. Og nú við síðustu stúdentaráðskosningar hlaut félagið meiri- h’uta í stúdentaráði Háskólans Félagið er þegar orðinn miðdepill og málsvari frjálslyndra stúdenta og verður það æ meir, er tímar liða, og því vex þróttur og starfsgeta. Nú sem stendur er fasisminn aðalhættan, sem berjast þarf gegn. Hann er ekki nokkrir menn, sem blása sig upp með þýzkum orðum og íslenzkri heimsku, ekki nokkrir yfirstéttardrengir, sem aldrei hafa horfzt í augu við þá erfiðleika og þau kjör, sem er raunveran í lífi íslenzkrar alþýðu. Fasisminn er einmitt óhjúpuð lokatilraun hrörnaðrar stéttar til að leggja hendur á hið gróandi þjóðlíf, misþyrma þvi, drepa það. Hið gróandi þjóðlíf er líf það, sem alþýðan í landinu heimtar að fá að lifa, það er hennar réttui’, hennar líf. Og frjálslyndir og róttækir stúdentar finna vel og skilja, að það er verklýðshreyfingin, sem getur borið menninguna uppi, skapað skilyrði margfalt hærra menningarlifs. Þeir skilja að þeir eru máttvana án verklýðshreyfingarinnar, allt það gott, sem þá dreymir um og þeir vilja vinna að, er dauðadæmd fásinna, ef það er höggvið úr tengslum við hana, en á hinsvegar skilyrði til glæsilegs vaxtar, þar sem verklýðshreyfingin vex, þróast og sigrar.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.