Dvöl - 01.10.1938, Page 41

Dvöl - 01.10.1938, Page 41
D V Ö L 279 niaöur ágætur söngmaður og snillingur að spila á fiðlu. En fólkið í sveitinni var siða- vant. Það barst út s,á örðrómur að hann væri byltingasinnaður og fríhyggjumaður. Menn njósnuðu um allt sem hann tók sér fyrir hendur og einn góðan veðurdag var hann kærður fyrir prestinum og sveitarstjórninni og ák'ærður um að hafa kysst stúlku, eina af nemendum sínum, á skemmtisam- komu bindindisfélagsins. Unnusta hans sleit trúbfuninni og hann var sviptur stöðunni. Og þegar hann fór burt með „Fjarðaskipinu“ fann hann að hann var hrakinn — já!, rekinn burtu úr fæðingarsveit sinni, frá fólkinu, sem leit nú á hann eins og glataðan son. Síðan heyrðist ekkert frá hon- um. Hann hafði farið til Ameríku, það vissu menn. En enginn, sem skrifaði að vestan hafði séð hann eða heyrt af honum. Foreldrar hans dóu, án þess að frétta nokkuð af honum, ekki eitt einasta bréf, — ekki einn eyri, — ekki kveðju. Það var eins og hann hefði horfið yfir um hafið — — hafið, sem enginn boðskapur kemst yfir. Og nú situr hann hér, sem gam- all maður. Upp úr vasa hans gæg- ist lindarpenni og blýantur hvorttveggja úr gulli. Milli vest- isvasanna liggur digur gullkeðja log á beinaberri hendinni ber hann frímúrarahring log stimpilhring, báða úr gulli. Hann brosir aftur. „Munið þér ekki eftir Aas kennara?“ „Jú, en--------það eru þó um fjörutíu ár síðan“. „Já, það eru nákvæmlega fjöru- tíu ár síðan. Ég skil að þér muni^ eftir þessu. En ég skrifaði ekki heim. Hingað til hef ég ekki vilj- að hitta neinn að heiman, sem ég hefi þekkt. I hvert skipti, sem ég vissi af einhverjum nálægt mér, er vissi hver ég var, fann ég alltaf eina eða aðra ástæðu til þess að hverfa. Þannig vildi ég nú- hafa það“. Hann kinkaði kolli og endurtók: „Já, þannig vildi ég nú hafa það“. Ég leit á hann. Hann hélt áfram. „Það var vegna smánarinnar. En nú, eftir svona langan tíma, get ég talað óhikað: Það var líka af öðrum ástæðum. Það var áætlun — — — hugmynd, — — — you know — ég vildi ekki láta neinn að heiman sjá mig fyrr en ég hafði fengið uppreisn. Fyrst vildi ég verða ríkur og voldugur, og fara síðan heim í fæðingarsveit mína og geta gert þar allt, sem ég vildi. Fyrst ætlaði ég aðkaupa stærstu. jörðina í sveitinni og gera hana að reglulegri paradís. Þá myndu allir reka upp stór augu log segja: „Þetta er nú maður!“ Svo hefði ég hesta og gyltan vagn og peninga til þess að ausa á báð- ar hendur. Síðan myndi ég byggja >

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.