Dvöl - 01.10.1938, Síða 41

Dvöl - 01.10.1938, Síða 41
D V Ö L 279 niaöur ágætur söngmaður og snillingur að spila á fiðlu. En fólkið í sveitinni var siða- vant. Það barst út s,á örðrómur að hann væri byltingasinnaður og fríhyggjumaður. Menn njósnuðu um allt sem hann tók sér fyrir hendur og einn góðan veðurdag var hann kærður fyrir prestinum og sveitarstjórninni og ák'ærður um að hafa kysst stúlku, eina af nemendum sínum, á skemmtisam- komu bindindisfélagsins. Unnusta hans sleit trúbfuninni og hann var sviptur stöðunni. Og þegar hann fór burt með „Fjarðaskipinu“ fann hann að hann var hrakinn — já!, rekinn burtu úr fæðingarsveit sinni, frá fólkinu, sem leit nú á hann eins og glataðan son. Síðan heyrðist ekkert frá hon- um. Hann hafði farið til Ameríku, það vissu menn. En enginn, sem skrifaði að vestan hafði séð hann eða heyrt af honum. Foreldrar hans dóu, án þess að frétta nokkuð af honum, ekki eitt einasta bréf, — ekki einn eyri, — ekki kveðju. Það var eins og hann hefði horfið yfir um hafið — — hafið, sem enginn boðskapur kemst yfir. Og nú situr hann hér, sem gam- all maður. Upp úr vasa hans gæg- ist lindarpenni og blýantur hvorttveggja úr gulli. Milli vest- isvasanna liggur digur gullkeðja log á beinaberri hendinni ber hann frímúrarahring log stimpilhring, báða úr gulli. Hann brosir aftur. „Munið þér ekki eftir Aas kennara?“ „Jú, en--------það eru þó um fjörutíu ár síðan“. „Já, það eru nákvæmlega fjöru- tíu ár síðan. Ég skil að þér muni^ eftir þessu. En ég skrifaði ekki heim. Hingað til hef ég ekki vilj- að hitta neinn að heiman, sem ég hefi þekkt. I hvert skipti, sem ég vissi af einhverjum nálægt mér, er vissi hver ég var, fann ég alltaf eina eða aðra ástæðu til þess að hverfa. Þannig vildi ég nú- hafa það“. Hann kinkaði kolli og endurtók: „Já, þannig vildi ég nú hafa það“. Ég leit á hann. Hann hélt áfram. „Það var vegna smánarinnar. En nú, eftir svona langan tíma, get ég talað óhikað: Það var líka af öðrum ástæðum. Það var áætlun — — — hugmynd, — — — you know — ég vildi ekki láta neinn að heiman sjá mig fyrr en ég hafði fengið uppreisn. Fyrst vildi ég verða ríkur og voldugur, og fara síðan heim í fæðingarsveit mína og geta gert þar allt, sem ég vildi. Fyrst ætlaði ég aðkaupa stærstu. jörðina í sveitinni og gera hana að reglulegri paradís. Þá myndu allir reka upp stór augu log segja: „Þetta er nú maður!“ Svo hefði ég hesta og gyltan vagn og peninga til þess að ausa á báð- ar hendur. Síðan myndi ég byggja >
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.