Dvöl - 01.01.1942, Page 8

Dvöl - 01.01.1942, Page 8
2 voru, og milli steinflísanna í gólf- inu voru gulir grasskúfar. Regn- vatnið hafði á löngum tíma unnið bug á rennunni á upsunum, er voru til skjóls yfir svölunum. Enn mátti gerla sjá, hve ríkmannlega salarkynni öll höfðu verið búin. Allir þeir knipplingar, allur sá rósavefnaður, allt það flos og silki, sem hlaðið var á muni og veggi, hefir kostað of fjár. Ekkert hafði verið til sparað um perluskraut og pelldúka, gluggatjöld og gólfábreið- ur. En allt var þetta orðið gamalt, upplitað og úr sér gengið fyrir fyrnsku sakir. Hlýlegt silkið í gluggatjöldunum hafði fölnað, og áklæðið á stólsetunum var svo slit- ið, að víða skein í ívafið. Gyllingin var fallin af römmum og umgerð- um, hurðir héngu á skökkum hjör- um og marmaraflísar gjöktu undir gólfábreiðunum. Ryk sat á ljósa- hjálmum, silkidúkum og listum á veggjunum og gerði allt grátt að lit. Og hvít ambran í kertunum í ljósastjökum og stikum var orðin eins og gult og óhreint býflugna- vax. Innan þessara gömlu veggja, er svo mjög báru brag annarrar aldar, bjó fögur kona ein með þjónustuliði sínu. Sú kona hét Hortensía. II. Enginn vissi, hver hún var. Hún hafði snúið baki við glaumi ver- aldarinnar og hafði um sig hóp af þernum. Engu var líkara en að hún hagaði líferni sínu á þann hátt, að DVÖL það vekti sem mesta forvitni ann- arra. Dauðabragur var á öllu: í blómreitunum voru engin blóm og engir alifuglar í fuglastíunum. Jafnvel spörfuglarnir höfðu leitað brott frá húsinu og fremur kosið að eiga sér griðastað í unaðslegum skóginum í kring heldur en við upsirnar undir dökku helluþakinu. Sjálfsagt var margt áþekkt um konuna og bústað hennar, og þess vegna mun hún hafa tekið tryggð við þetta gamla höfðingjasetur og þenna skuggalega garð. Vistarver- urnar í þessu húsi, svo myrkar sem þær voru, voru hinn ákjósanlegasti dvalarstaður handa hinni fögru, kyrrlátu og þunglyndu konu. Sein- legar hreyfingar Hortensíu líktust mjög þyngslalegum sveiflum hálf- fúinna trjágreina: Bæði Hortensia og trén virtust þreytt á lífinu. Á dularfullan hátt bar fölt andlit hennar keim af hinum hvíta himni. Og þarna ófst saman hinn ljóðræni þyngslasvipur héraðsins og sú rósemi, er var yfir konunni. Augnaráð hennar var skylt dags- birtunni í skóginum, óráðið og mistrað — hvort tveggja hálfdulið, dagsljósið bak við mistrið í loftinu, Ijós augna hennar bak við tára- móðuna, er á þeim lá. Hortensía var héraðsbúum hin mesta ráðgáta. Sumir héldu, að hún væri iðrandi syndari, en aðrir álitu hana vera óhuggandi og ást- ríka ekkju, er biði hans, er aldrei kom, í algeru vonleysi. Engum I

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.