Dvöl - 01.01.1942, Page 14

Dvöl - 01.01.1942, Page 14
8 D VÖL ^mðrrturtdur grrgt: í'tfomo Hádegisgjöfin var enduð. Hann ætlaði brott, ærnar á jötunni feitar og lystugar sá, hraustar og ánœgðar, af því því að fóðrið var gott. llmrikt og kjarnmikið votheyið fyrir þeim lá. Hún kom frá bænum til hússins í dreymandi þögn, hálfopnum vörunum brosti við febrúarsól. Golan tók viðbragð í glettni og þyrlaði ögn glóbjörtum lokkum og rósóttum ungmeyjarkjól. Hún kom í dyrnar um leið og hann œtlaði út, inn yfir þröskuldinn barnsleg og hikandi smaug, augunum leit yfir œrhóp og verðlaunahrút, angan af kindum og votheyi blandaða saug. '■%. • i ■ I Þetta var eitthvað æðra en til skeiðar og hnífs. — Undarlegt var það, hve hjartað í brjóstinu sló. Var ekki þetta ilmur hins auðuga lífs, ilmur af seiðandi töfrum, er hug hennar dró? Vék hann sér til, er hún straukst honum starandi hjá, stóð svo við þilið og að henni spyrjandi laut. Leit hann í augum, sem geisluðu gleði og þrá, glitperlur hugans og stúlkunnar dýrasta skraut. Það skal hún muna, á meðan hún lifir og ann, meðan hún gleðst yfir kindum og dalbæjarvist: Hér var hún stödd, þegar hjartað af unaði brann, hér var hún mjúklega tekin og undrandi kysst.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.