Dvöl - 01.01.1942, Síða 28

Dvöl - 01.01.1942, Síða 28
22 D V ÖIi unum, féllu af hungri, því að eik- urnar báru engin akörn. Fólk dró fram lífið í eymd og volæði og vænti vorsins. En þá fór á sömu leið: Sólin skein á heiðum himni frá morgni til kvölds og dag eftir dag, en regn kom ekkert. — Þó reyndu menn að sá. — Þegar leið á sumarið og hinn venjulegi uppskerutími nálgaðist, skipti snögglega um. En þá sann- aðist, að örskammt er öfganna milli: Nú gekk á með þrumuveður, og haglél slógu kornið niður, og rigningin streymdi svo óaflátan- lega, að elztu menn mundu ekki annað eins. Sú litla uppskera, sem hefði getað orðið, eyðilagðist full- komlega af rigningu og vatnsflóð- um. Eftir þetta sumar kom feikna- vetur með aftaka frostum og fann- kyngi. Úlfarnir héldust ekki við í skógum sínum, heldur komu í hóp- um í byggðirnar, snuðruðu kring- um bústaði manna og ýlfruðu af hungri. — En inni í kofum sínum hnipraði fólkið sig saman, hnípið og skjálfandi, hungrað og örvænt- ingarfullt. Haki konungur hafði aldrei þekkt slík óár — og það hafði held- ur enginn annar í landinu. — Hann sat nú jafnt og stöðugt, lotinn af elli og andstreymi, við eldinn í gömlu, dimmu bjálkahöllinni í kon- ungsgarðinum, niðursokkinn í ó- hamingju sína og landsins. Hárið og síða skeggið varð snjóhvítt. En hann hugsaði dag og nótt og tók alls ekki eftir því, að með degi hverjum varð hljóðara kringum hann og fámennara á bekkjunum. Synir hans og dætur yfirgáfu hann, en hann veitti því ekki eftir- tekt, sömuleiðis allir hirðmenn hans og húskarlar. — Allir, sem gátu, reyndu að komast burtu til þess að forða lífinu — leituðu til annarra landa, þar sem árferðið hafði verið betra, og því hægt að komast yfir brauðkorn og sláturfé — og nú var ekki spurt um, þótt þess væri aflað með ofbeldi og ránshendi. Enginn kærði sig lengur um að hlýða gamla konunginum, og hann krafðist heldur ekki hlýðni af neinum. Að síðustu voru það ekki nema nokkrir ófrjálsir menn — þrælar og ambáttir — sem héldu tryggð við hann. Allt var það gam- alt fólk, eins og hann sjálfur — sumt jafnvel ennþá eldra. Þrælarnir og ambáttirnar héldu áfram að þjóna honum, sumpart vegna þess, að hann hafði alltaf verið þeim góður húsbóndi, sum- part vegna þess, að þau voru orðin lífinu svo vön í tengslum við hann, að fyrir þau var engin tilvera hugs. anleg án hans. En hann tók heldur ekki eftir þessu, því að hann hafði um annað að hugsa — bæði dag og nótt. — Hvað hafði honum orðið á, úr því að lífið flúði hann, yfirgaf landið hans, þjóðina — börnin hans? Hvað hafði honum' orðið á, úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.