Dvöl - 01.01.1942, Síða 29

Dvöl - 01.01.1942, Síða 29
DVÖL 23 því að goðin sjálf — hin heilögu goð — gleymdu honum, sem hafði vígt allt líf sitt þjónustu þeirra — eins og honum hafði skilizt, að maður- inn bezt gæti þjónað þeim ódauð- legu? Voru það ekki hin ódauðlegu, heilögu goð, sem héldu við öllu lífi í veröldinni? Voru það ekki þau, sem alltaf stöðugt háðu eilífðar- baráttu við jötnana, hrímþursana, óvættirnar — fjendur gróðurs og lífs? Og gat nokkur dauðlegur maður verið þeim tryggari bandamaður í þessu stríði en einmitt hann hafði verið? Það var kærleikurinn til lífsins og gróandans, sem ráðið hafði at- höfnum hans, þegar hann útrýmdi ófriðnum og kenndi þjóðinni að beita öxinni í þjónustu starfsins og lífsins í stað þess að drepa og eyða. — Hafði hann ekki kennt mönnum sínum að nota plóginn í stað spjótsins? Hafði hann ekki boðið þeim að eyða úlfum og öðr- um óargadýrum, og sjálfur gengið þar á undan, vegna þess að slík dýr voru sem eyðandi öfl? — Hann hafði viljað, að hjarðir bóndans fengju að vera í friði fyrir illdýr- um, alveg á sama hátt og hinn sterki Ása-Þór — verndari hins starfsama bónda — þegar hann eyddi jötnum og óvættum í þeim tilgangi að vernda og tryggja til- veru mannanna og þróun hins frið- sama, skipulega mannfélags. Hvað hafði honum orðið á? Hafði hann nokkru sinni svikið skyldu sína við lífið og goðin — að hjálpa þeim að viðhalda ver- aldarþróuninni? Hafði hann ekki blótað þau eins og við átti og fært þeim fórnir — fegurstu hestana, feitustu nautin og þyngstu korn- öxin? Eða .... hvað var þetta? Höfðu goðin beðið ósigur í eilífðarstríði sínu? Hrósuðu illvættirnar sigri? — Voru þau — hin ódauðlegu — dauð? Eða voru þau flúin burt úr hinum heilögu lundum? Var lífið að fjara út á jörðinni? .... Á þessari jörð, sem hann hafði elskað fram yfir allt annað — hafði fagnað að sjá grænka á vorin, þegar lífssafinn steig frá vetrarsvæfðum rótum og vakti tré og aðrar jurtir af dvala — elskað að sjá bera gullið korn í þungum öxum — elskað að sjá fæða menn og málleysingja af gnægð frjósemi sinnar og gjafmildi. En nú var frjómagnið horfið úr hinni dökku mold.......Hann átti víst aldrei framar að fá þá nautn, að anda að sér hinni sterku, gró- þrungnu angan úr nýplægðri mold að vorlagi. — Þetta allt hugsaði gamli kon- ungurinn um, þar sem hann sökkti sér niður í ósvaraðar spurningar og reyndi að ráða þær gátur, sem enginn ræður. Dag eftir dag sat hann, gamall og lotinn, fyrir framan eldinn í hinni hálfdimmu bjálkahöll, þang- að til hann var farinn að líkjast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.