Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 30

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 30
24 DVÖIi gömlum, mosavöxnum trjástutab í gleymdum, kræklóttum skógi. Þrælarnir færðu honum mat öðru hvoru af því litla, sem þeir gátu komizt yfir. Hann veitti því naumast eftirtekt. — Þeir bjuggu um rekkju hans í lokhvílunni og hjálpuðu honum í rúmið og úr því. — Hann lét þá gera þetta eins og þeim sýndist sjálfum. Hann hafði enga hugsun á að hirða um slíka hluti lengur. — Gátur lífsins hvíldu svo þungt á honum..... Kvöld eitt kom hann þó til sjálfs sin, lyfti höfðinu og litaðist um. Hann varð þess var, að hann var aleinn, og reyndi að gera sér grein fyrir, hvað orðið væri af öllum hin- um, sem hann hafði verið vanur að sjá 1 höll sinni: drottningunni, sem var önduð fyrir mörgum ár- um, hirð og húskörlum, sem fyrr- um höfðu setið þétt á taekkjunum, börnunum hans, sonum og dætr- um, sem einhvern tima höfðu fyllt híbýli hans með glaðværum háv- aða .... öllu, sem einhvern tlma hafði verið — en nú var ekki leng- ur.... „Vorið er vlst komið,“ hugsaði hann svo, og um leið fannst hon- um ilmur vorsins streyma að vit- um sínum — ilmur af skógi, sem springur út, og af gróandi mold... En svo laut hann aftur höfði og hugsaði: „Nei, mig dreymir aðeins. Lífið hefir beðið ósigur — og vorið kem- ur hér aldrei framar. Bráðum slokknar líka sá lífsneisti, sem enn bærist í brjósti mér, og þá ligg ég hér við minn eigin arin eins og visk af visnuðu grasi......Það er ekkert til framar, sem kallast líf!“ En samt sem áður — hann var ekki jafn sljór þetta kvöld og hann hafði verið að undanförnu. — Hann tók eftir undarlegu hljóði, sem honum virtist koma úr einu hinna dimmu skota hallarinnar. Ósjálfrátt fór hann að hlusta bet- ur og heyrði nú greinilega, að það var einhver, sem grét. — Það var þungur, einmana grátur, svo hjálp- arvana eins og einungis yfirgefin gamalmenni geta grátið — og með- fram heyrðist hósti, hrygla og þung andvörp. Hann stóð á fætur og staulaðist yfir gólfið, til þess að gæta að, hver þetta væri. Og út úr skotinu dró hann eldgamla konu. — Það var ambátt — og hún var svo göm- ul, að hún hafði verið fóstra hans, þegar hann var í barnæsku. Hún var alveg tannlaus og næstum því sköllótt, og tárin runnu strítt nið- ur kinnarnar, sem voru brúnar af elli og hrukkóttar eins og börkur á gamalli eik. Hann leiddi hana yfir gólfið, og settist með hana við arininn, þar sem hann hafði setið áður. En hún lagðist við fætur hans og hallaði höfðinu upp að hnénu á honum. Þetta virtist veita henni fróun. Hún stamaði fram nokkrum sundurlaus- um orðum, eins og barn, sem er að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.