Dvöl - 01.01.1942, Síða 32

Dvöl - 01.01.1942, Síða 32
studdir mig, er ég gekk fyrstu spor- in, og nú hefir þú kennt mér, hvernig mér beri að stíga hin síð- ustu .... Far þú í friði. Ég mun bíða forlaga minna hér.“ Hún staulaðist á fætur og gekk reikandi út til þess að binda enda á elli sína. í dyrunum sneri hún sér við að mælti: „Grátandi kom ég, því að ill tíð- indi eru þung byrði. En fagnandi fer ég, þvi að á morgun mun ég aftur þjóna þér — hjá Hel.“ Svo hvarf hún út. Varla var hún horfin, þegar úti fyrir heyrðist hávaði og undir- gangur. Tólf vopnaðir menn gengu í höllina. — Þeir voru magrir og gráfölir af langvarandi skorti og klæddir tötrum, en hver þeirra bar spjót og skjöld. Þeir staðnæmdust á miðju gólfi. „Heill konungur!“ hrópuðu þeir og slógu spjótunum á skildina, eins og þegar konungi var heilsað á þingi. Því næst gekk einn fram og mælti: „Heill, þú, sem varst konungur! — Nú er hamingja þín horfin þér. Gremi goðanna hvílir þungt á landi og þjóð, og því hefir hinn ungi konungur, með samþykki allrar al- þýðu, heitið þeim dýru blóti. Þeg- ar hlutað var til, kom hlutur þinn upp, og nógu lengi hefir þú lifað. Að morgni, er sól rís, munt þú verða goðunum gefinn. Sjálfur fer þú á fund þeirra og blíðkar reiði þeirra. Og þau munu fagna þér og létta hallærinu af landinu. Vér munum koma aftur, þegar tími er til að fylgja þér í blótlund- inn, þar sem þú verður að gegna hinztu konungs-skyldu þinni. Þetta eru boð hins unga konungs, er vér höfum kjörið í dag, og vilji alþýð- unnar. Munt þú eigi skorast undan skyldunni, því að níðingur er sá, er ekki hlýðir, þegar hlutur hans kemur upp.“ Konungur svaraði: „Vel hafið þið rekið erindi ykk- ar. Farið nú aftur til konungsins, sem þið hafið kosið ykkur, og segið, að hér muni ég bíða, þangað til stundin kemur, og gerið þá við mig, sem ykkur líkar. Ljúft er mér að leggja niður byrði mína.“ Þeir börðu aftur á skildina og fóru svo leiðar sinnar. Haki konungur sat aftur aleinn og starði á hinar síðustu deyjandi glæður á arninum. — Hann heyrði hljóð fyrir utan líkast brimgný í fjarska. Það var almúginn, sem reisti tjöld sín við þingstaðinn, skammt frá konungsgarðinum. .... Á arninum sindruðu glæð- urnar og dóu út smám saman. „Það er lífið,“ hugsaði hann með biturri ró, „að blossa upp litla hríð, hníga aftur, slokkna — deyja út .... og eftir verður aðeins aska — köld og grá aska. Ekkert meira. .... Meðan jörðin var frjó og gaf uppskeru var það leikur einn að trúa á lífið og sigur lífsins .... En nú er jörðin dauð — frjósemin dauð — og aðeins dauði, en ekkert líf er í vændum!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.