Dvöl - 01.01.1942, Side 36

Dvöl - 01.01.1942, Side 36
30 DVÖL Inækollnr Eftir K. K. Cuniiiiigliunie Graham Egill Bjarnason þýddi ORGRÍMUR HJALTALÍN var þekktur um alla Rangárvelli, sunnan frá Krísuvík norður til Akureyrar — sem sagt um allt ísland. Hann bjó í Efri-Hörgárdal, í nánd við Skaftárjökul, og af túninu hjá honum sást Skaftár- jökull, Öræfajökull og hvít rönd af hinum víðáttumikla Vatnajökli. Líkt og margir Norðurlandabúar var Þorgrímur hár vexti, klunna- legur, rauðskeggjaður og ljós- hærður, gráeygur og svifaseinn eins og íslendingum hættir til að vera, borið saman við hina kviku og ör- lyndu Spánverja, Tyrki, Kínverja og Perúbúa. Bærinn hans var smíðaður úr norskri furu, en dyraumbúnaður- in var úr harðari viði, sem sjór- inn hafði borið til hans alla leið frá nýja heiminum. Hann hafði lítillar menntunar notið í uppvexti, andstætt því, sem venja er á íslandi, og grísku og latínu hafði hann aldrei átt við að læra, en aftur á móti var hann mjög vel að sér í íslendingasög- unum; þær las hann og lærði. Margt vetrarkvöldið sat hann við að afrita þessar sögur, meðan heimilisfólkið var við vinnu sína umhverfis lampann, eins og siður er i þessu landi. Almenningur sagði, að Þorgrím- ur væri kominn af berserkjum. Hann var fámáll og fékk stundum geðshræringarköst, sem byrjuðu með ofsahlátri en enduðu með reiði eða gráti. Það höfðu ekki svo fáir berserk- ir átt heima á Rangárvöllum, svo að vel gat átt sér stað, að hann hefði hlotið þetta skapferli að erfðum. Slíkt er algengt á ýmsum stöðum, til dæmis í Róm og Ox- ford og öðrum borgum, þar sem andrúmsloftið virðist enn vera mengað anda löngu horfinna kynslóða. Þorgrímur var kvæntur og átti börn. Hann átti og sauðfé, naut- pening, alifugla og hunda. Hann var fáskiptinn við konu sína og börn, en álitinn, eftir því sem gerist og gengur, góður við þau og heiðvirður húsbóndi. Hann leitaði ekki fylgilags við aðrar konur og hvorki drakk né spilaði fjárhættuspil né hegðaði sér að háttum eiginmanna í öðrum lönd- um. Hans mesta yndi var að lesa fornsögurnar og hugsa um könn- unarferðir um hinar miklu auðn-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.