Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 41
DVÖL 35 við litlu kirkjuna í Efri-Hörgs- dal, til þess að sjá, þegar Þor- grímur legði af stað út í auðnina miklu. í sannleika sagt var kirkjan lítilfjörleg. Hún var hlaðin úr hnullungsgrjóti, en þakið var úr norskum furuborðum. Turninn var lítill og næpumyndaður og klukkan ævaforn og steypt í Dan- mörku, en laglegur gripur. Þótt kirkjan væri fátækleg, gegndi hún samt enn sínu hlut- verki. Hún var ætíð opin: Til bænahalds fyrir hina trúuðu á daginn, eins og bænahúsin í Marokkó, og til þess að menn gætu leitað sér þar svefnstaðar um nætur. í kirkjugarðinum voru greini- lega áletraðir og rósflúraðir stein- ar, sem báru vott um tryggð fólks- ins við þá dánu. Af hólnum, sem kirkjan stóð á, sást langar leiðir yfir hraunbreið- urnar og til sólroðinna fjalla með grænar hlíðar og hvíta snækrónu. í fjarska gnæfðu tindar upp úr ís- breiðu hins dularfulla Vatnajök- uls. Landslagið var ömurlegt, skóg- laust, hrikalegt og eyðilegt. En það var fagurt, þegar sólargeislarnir umbreyttu tindunum í kastala, þurrkuðu út dökkt og sundurflak- andi hraunið og sveipuðu það kristalskærum litbrigðum, sem tóku allskonar breytingum, eins og þegar ljós fellur á kalkstein, bas- alt eða granítklöpp og lætur hverja smáörðu glampa og glitra eins og gljástein i kvarzmola. íslendingar eru ekki eins kröfu- harðir með helgiliald sunnudags- ins og títt er í Englandi og þó sér- staklega í afskekktustu byggðum Skotlands, þar sem óheillavænleg- ur andi nútíma kæruleysis hefir enn ekki gagntekið hugi fólksins. Þar er sunnudagurinn helgaður bænum og sakramenti. Þorgrímur hafði ákveðið að leggja af stað á sunnudegi. Hann sat í sparifötunum sínum í kirkj- unni hjá konu sinni og börn- um. Þegar guðsþjónustunni var lokið, gekk hann út og hrað- aði sér gegnum hestaþvöguna, sem var á hlaðinu, og fór inn í bæ. Presturinn, hreppstjórinn og nokkrir vinir Þorgríms víðs vegar að settust við miðdegisborðið og gæddu sér á kornbrennivíni. Þor- grímur stóð á fætur og tók til máls: „Vinir mínir! Herra prestur, hreppstjóri og þið nábúar mínir, sem hafið þekkt mig frá bernsku. Ég drekk skál ykkar. Ég legg nú af stað til þess að reyna að gera það að veruleika, sem mig hefir dreymt um allt mitt líf. Enginn veit, hvort mér heppnast það. En ég mun gera það, sem í mínu valdi stendur. Ég álít þenna draum minn veru- leika lífsins en það, sem menn kalla hagsýni, og það, sem þeir í Reykjavík kalla viðskipti, er að- eins draumur. Við Snækollur leggjum nú af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.