Dvöl - 01.01.1942, Síða 43
dvöl
37
°g tók Snækoll og söðlaði hann.
Snækollur stóð kyrr og horfði út
undan sér, þar til hreppstjórinn
Var kominn á bak. Þá byrjaði hann
að ausa og prjóna, og Hjörtur
kastaðist af baki. Hesturinn ætl-
aði að troða hann undir hófun-
um og hefði vafalaust drepið hann,
ef mannhjálpar hefði ekki notið
við.
Upp frá þessum degi reyndi
enginn að ríða Snækolli. Hann
fékk að reika um hagann óáreitt-
úr, og eftir nokkur ár svaf hann
hieð hestum valkyrjunnar.
En Hjörtur Helgason eignaðist
bezta hestakynið i Berufirði:
Sterka hesta, þolna, tryllta af
fjöri, stygga, slæga og bitula og
gjarna á að prjóna og ausa. Og
allir bruddu þeir gaddinn, ef því
var að skipta. Enginn gat komizt
á bak þeim nema hann stykki í
söðulinn án þess að snerta ístað-
ið. En þegar nábúarnir ræddu um
skap þeirra og kenjar, sagði Hjört-
úr:
,.0 jamm og jæia. Þeir eru und-
an hestinum hans Þorgríms sáluga
af Rangárvöllum. Hann kallaði
hann Snækoll. Hesturinn kom
hingað til mín ofan af öræfunum,
iaoraður eins og híðbjörn á vor-
öegi. Þið vitið, að eigandi hans
först, þegar hann var að gera til-
raun til að komast yfir Vatnajök-
ui- Hvernig Snækollur hefir lifað
bonna tíma á jöklinum, skal ég
ekki segja. Uppi á Vatnajökli er
ekkert nema ís, og þó hefir hann
Betra er —
Betra er óbeðið en sé ofblótað.
Betra er ósent en sé ofsóað.
Betra er að ala hund en illan þræl.
Betra er dauðum en ærusnauðum.
Betra er að þegja en þræta.
Betra er eplið gefið en etið.
Betra er geymt gjald en gefin sök.
Betra er hálft brauð en allt misst.
Betra er að hér sé en hafi verið.
Betra er hey en hagi.
Betra er kál í koti en krás í sloti.
Betra er logið last en logið lof.
Betra er óboðið en ofboðið.
Betra að æran lafi en alveg týnist.
Bú er betra
en biðja sé,
halur er heima hverr;
þótt tvær geitur eigi
og taugreptan sal;
það er þó betra en bæn.
Bú er betra
en biðja sé,
halur er heima hverr;
blóðugt er hjarta
þeim er biðja skal
sér í mál hvert matar.
Byrði betri
ber ei maður brautu að
en sé manvit mikið;
auði betra
þykir það í ókunnum stað;
slíkt er válaðs vera.
étið eitthvað. Guð má vita h v a ð
það var.“