Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 44

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 44
38 iJVÖL „Hljóp morðægni* Mongolaher^ © Ur sögn DjengÍH Kans ® DJENGIS KAN, einn mesti her- konungur veraldarinnar, fæddist austur í Mongólíu fyrir 780 árum. Lífi manna á þeim slóö- um var svipað farið þá sem nú. Á þökkum hins fagra Baikalvatns reikuðu hirðingj ar, sem börðust um beitilöndin og sátu fyrir óvin- um sínum á næturþeli, rændu kvenfólkinu og drápu karlmenn- ina. Slíkt er þar landsvenja enn í dag. í suðri er hin mikla Góbí-eyði- mörk, þar sem hvergi sést annar gróður en þyrnirunnar og kyrk- ingsleg tré á stangli og engin lif- andi vera helzt við, nema mýs og eyðimerkurhaukar. Til austurs er hæðaland, vaxið skógi, er dregur lengra til fjalla. Þarna búa margir mongólskir ættflokkar, sumir á hinum miklu sléttum, aðrir í fjöllunum og vinj- unum í eyðimörkunum. Bústofn þeirra er sauðfé og hestar. Þetta fólk slær tjöldum til einnar næt- ur, reikar fram og aftur um beiti- löndin með hjarðir sínar og stund- ar veiðar, þegar veiðiföng er að fá. Ættarhöfðingjar drottna yfir fólkinu, en hinir fáliðaðri þeirra leita sér halds og trausts hjá þeim voldugri og láta þeim í té her- menn að launum, þegar ófrið ber að eða friður gerist ótryggur, sem oft er. Jesúasjei, faðir Djengis Kans, var einn þessara ættarhöfðingja. Hann var af Borjisín-kyni og í rauninni friðsamur maður. En sí- felldur ófriður var landlægur milli margra mongólskra ætt- kvísla, og Jesúasjei átti einnig svarna fjendur. Sjálfur taldi hann sig göfugasta höfðingja Borjisín- kynflokksins, en ættkvísl hans var fámenn og hjarðir hans ekki stór- ar, svo að andstæðingar hans, sem aúðugir vorn, þóttuist eiga alls kostar við hann. Dag einn var hann á ferð með bræðrum sínum tveim. Þeir sáu þá vagn. er orðið hafði fastur í aurbleytu í á einni. Maður og ung stúlka svömluðu til lands úr vagn- inum. Þann dag fann Jesúasjei brúði sína. Maðurinn vissi, hvað örlög biðu sín, ef hann yrði fang- aður, og flúði þegar. En bræðurn- ir þrír náðu stúlkunni og höfðu á brott með sér. Þetta var góður fengur, því að stúlkan var gerðar- leg, en þó snotur. Hún var gefin Jesúasjei og skyldi ala honum hrausta sonu. Einn þeirra varð Djengis Kan. landvinningamaður- inn mikli. Skírnarnafn hans var Temúdsín. Hann var ekki nema níu ára gamall drengur, þegar faðir hans sá honum fvrir kvonfangi. Þeir feðgar söðluðu jóa sína og riðu út á sléttuna til kvonbæna. Dei Setsén hét gamall ættar- höfðingi. Hann var bæði fátækur og liðfár og hafði lengi verið að svipast um eftir hent-ugum tengda- syni. Þegar hann frétti um ferða- lag Jesúasjeis, fór hann til fund- ar við hann og sagði: „Sonur þinn hefir skær augu og er giftusamlegur. í nótt dreymdi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.