Dvöl - 01.01.1942, Síða 46

Dvöl - 01.01.1942, Síða 46
40 DVÖL ar konur, sem síðbúnastar urðu, komust í viðarvagn. En skammt frá náttstaðnum brotnaði eitt hjólið undan vagninum, og óvin- irnir tóku konurnar höndum. Með- al þeirra var hin unga kona Djengis Kans og fóstra hans. Þetta var kærkomin hefnd, því að hér voru á ferð móðurfrændur Djeng- is Kans, er Jesúasjei hafði rænt brúður sinni frá forðum daga. Öll sú herfrægð, sem Djengis Kan hafði áunnið sér, fölnaði á svipstundu. Það þótti meira en meðalskömm að láta ræna frá sér konu sinni. Hann bjóst því brátt til að sækja konu sína í hendur óvinanna og freista þess að bjarga heiðri sinum. Eftir margar orrust- ur og mikið mannfall tókst vini hans með kænskubrögðum að ná konunni. Litlu eftir heimkomuna fæddi hún son, sem Djengis varð að láta sér lynda að ala upp, þótt eigi gæti hann verið afkvæmi hans. Um þessar mundir reis fjand- skapur milli Djengis og ungs höfð- ingja, er Jamutsja hét. í bernsku höfðu þeir svarizt I fóstbræðralag, en forsmekkur sá, er þeir höfðu fengið af sætleika valdanna, hafði blásið þeim í brjóst þeim draumi, að verða mestir höfðingjar á slétt- unni. Flestir ættarhöfðingjarnir voru enn lítt ráðnir í því, hvorum veita skyldi. Loks kom til heift- úðugra bardaga þeirra í milli út af graslendi, er báðir vildu beita. Djengis Kan sendi menn í liðs- bón víða vegu, en hét þeim fé og vináttu, er vildu veita honum, en öðrum fjandskap og ófriði. Fékk hann margt manna og vann sigur á andstæðingi sínum. Hlutu liðs- menn hans góð laun: gangandi fé, gripi og konur. Nú þóttist Djengis Kan hafa á ný hafizt í flokk hinna voldugri höfðingja í Mongóliu. Hann lét því sendimenn enn fara á fund Tograls og endurnýja vinmælin við hann. Tók hann vel á öllu sem fyrr. Litlu síðar bauð Kínakeisari To- gral að veita sér lið til þess að binda enda á ófrið Tartara gegn veldi sinu. Togral hét aftur á Djengis, sem var mjög fús til slikr- ar farar, því að hann hafði sjálf- ur lengi átt sökótt við Tartarana. Tartarar biðu hræðilegan ósigur og gekk Djengis vasklega fram, gereyddi mörgum þorpum og strá- drap heilar kynkvíslir. Kínverjar gerðu Togral að jarli í launaskyni, en Djengis Kan varð hersir. Báðum þótti þeim Togral og Djengis nafnbæturnar harla góð- ar. En ekki leið á löngu unz þeir urðu afbrúðugir og öfundssjúkir hvor í annars garð. Djengis þótt- ist lítið hafa borið úr býtum fyrir ágæta framgöngu, en Togral duldist ekki herkænska hans og tók að óttast um veldi sitt og álit. Óvinir Djengis létu heldur ekki hjá líða að ala á öfund Tograls og minntu hann sífellt á, að hann hefði veitt honum alla upphefð- ina. En Djengis myndi illa launa: Honum væri efst í huga að svíkja bandamann sinn og velgerða- mann. Hinn illi grunur, sem Jætt var í hug Tograls, fæddi af sér leynt hatur. Fyrr en varði voru Togral og Djengis orðnir opinberir fjandmenn. Athafnaleysið var hvorugum að skapi, enda sigurvæn- legast að vera skjótráður. Báðir söfnuðu því her manns og lögðu til bardaga. Sveitir þeirra mætt- ust miðja vega, og sló þegar í stór- orrustu. Um hríð mátti eigi á milli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.