Dvöl - 01.01.1942, Page 70

Dvöl - 01.01.1942, Page 70
64 DVÖL nýju niður vanga hans. Hann iðr- aðist sárlega skaphörku sinnar og haturs. Með skjálfandi höndum reyndi hann að þekkja andlit bróð- ur síns, er nú hafði gerzt honum svo kært. Hann varð stöðugt sannfærðari um, að þessi maður væri enginn annar en Stefán bróðir sinn. Hann hrópaði nafn hans einu sinni enn. Það reyndist árangurlaust. En hör- und hans var varmt, og hann fann, að hjartað bærðist, þótt veikt væri. Áreiðanlega myndi auðið að bjarga lífi Stefáns, ef honum bærist að- eins skjót hjálp. Hann reisti hann varlega upp. Þá heyrði hann hvísl — nokkur lítt greinanleg orð, sem bárust ut- an úr myrkrinu: „Ert það þú, Mikael?“ Hugfanginn hlustaði hann á þessa fjarlægu rödd, þessi mildu orð úr myrkrinu. Hann þrýsti hinum helsærða manni að brjósti sér og andvarpaði: „Það er ég, bróðir þinn, sem loksins hef fundið þig“. Þá fann hann hönd bróður síns líða yfir hár sitt. Síðan barst veikt korrhljóð að eyrum hans. Armarnir féllu máttvana niður. Hann talaði við bróður sinn. En ekkert svar varð greint úr myrkr- inu. Hann hrópaði nafn hans, en árangurslaust. Þá tók hann Stefán i faðm sér. Hann varð að neyta allra krafta sinna. Þegar hann reyndi þannig á sig, rann blóðstraumur niður vinstri arminn. En hann var al- ráðinn í að bera bróður sinn burtu, þangað, sem hann væri óhultur og. gæti hlotið nauðsynlega hjúkrun. Hann vissi, að hann yrði að ganga móti sólu, til þess að komast til hersveitanna. Hann rýndi í allar áttir, ef ske kynni, að honum birt- ist sólin sýn gegnum nóttina, sem umlukti hann. Ógreinilegu ljósi brá loks fyrir augu honum. Hann stefndi í þá átt með bróðurinn í faðmi sér. Hann hrasaði um hina föllnu. Hann reis aftur á fætur. Nístandi óp hinna deyjandi manna bárust honum utan úr myrkrinu. Hann hélt áfram för sinni gegnum sorta- nótt angistar og kvala. En hann stefndi í sólarátt. Honum miðaði ávallt áfram. Hann mælti hin viðkvæmustu og ástríkustu orð við bróður sinn. En hann hlustaði árangurslaust eftir svari. Skyndilega nam hann staðar gagntekinn skelfingu. Líkami bróð- ur hans var tekinn að kólna. Hit- inn fjarlægðist óðum brjóst hans. Mikael þreifaði titrandi höndum að hjartastað bróður síns. Hjartað var hætt að slá. En Stefán gat ekki verið dáinn. Hann mátti ekki deyja. Hann skyldi bjarga honum, bera hann burtu. Hann gat ekki verið dáinn. Hann skyldi lifa. Hann skyldi hverfa aft- ur heim til konu sinnar og barna. Hann skyldi taka upp fyrri starfa

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.