Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 73

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 73
dvöl 67 ikip leggnr að og frá Eftir .Tón Oskar JÓHANNES SJÓARI, eöa Jói sjó, fylliraftur, stóð á þilfarinu og var á suðurleið —. Hvort ætlaði hann nú að fara á fyllirí, eða hitta konuna sína, sem lá veik í spítala fyrir sunnan? Ja, hann ttiundi nú sjálfsagt heimsækja hana — en mundi ekki aðalerindið vera að ná sér í áfengi, til þess að drekka sig fullan og nota ljótan munnsöfnuð um heiðvirt fólk og skammast við aðra menn út af því, hvað hann var mikill aumingi sjálfur. Menn veltu vöngum hver framan í annan til að vita, hvort þeir með því fengju leyst úr þess- ari spurningu. En hvernig sem þeir veltu vöngum, gekk þeim illa að komast að niðurstöðunni, því að sumir fullyrtu þetta, og aðrir full- yrtu hitt. En á þilfarinu stóð Jóhannes sjó- ari og hafði stungið höndunum djúpt niður í buxnavasana. Sjórinn Var lygn. Guð, sem undanfarna daga hafði látið vindinn smjúga inn undir klæðnað mannanna og frostið bíta sig í hold þeirra, eins og ótal smákvikindi, sem toga hvert í sína áttina og eru að keppast um að slíta holdið í sundur — hann gaf honum nú gott veður til að heimsækja konuna sína, sagði ein- hver á bryggjunni með tárin í aug- úhum. Nei, til þess að fara á fyllirí, staðhæfði annar og hló að mann- eskjunni, sem táraðist fyrir fram- an augun á honum. Jóhannes sjóari stóð á þilfari skipsins, sem var á suðurleið, og þegar skipið var komið á fulla ferð, skálmaði hann að borðstokknum á stjórnborða og spýtti út á sjóinn, lygnan og spegilgljáandi eins og silki, því að sólin skein. Hann var miðaldra, með grá augu og gilda neðrikjálka, en nefið upp- brett. Allt útlit hans var þann- ig, að það var ekki fjarstæð hugs- un, þó að menn langaði til að leggja eyra við brjóst hans og hlusta eftir, hvort nokkuð heyrðist í hjartanu. Hann gróf hendurnar i buxna- vösunum og stóð kyrr með augun fest á hafinu, frakkalaus, með húfu, sem lá á skakk, og ofurlítill slorklístringur á derinu. Hæð fyrir neðan meðallag. Maður vék sér að honum og spurði: Eru þeir að fá hann þarna upp frá? Jói sjó gretti sig og hnyklaði brúnirnar. O, hann er tregur. Svo strunsaði hann yfir að hinum borð- stokknum. En maðurinn fylgdi honum eftir, tók upp snýtuklút og sagði: Já, ein- mitt, já. Er hann tregur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.