Dvöl - 01.01.1942, Page 77

Dvöl - 01.01.1942, Page 77
D VÖL 71 Hinir framliðnu þreyta knattleik í stjörnugeimnum og hafa rostungshöfuð að knetti að leita þar andlegra verðmæta, er þeir.eiga sjálfir rót sína. Sá maður, sem mestu hefir til leiðar komið í hinum nýju bók- hienntum Grænlendinga, heitir Hans Lynge, danskur í aðra ætt, en fæddur og uppalinn í Græn- landi. Hann mun vera nær fertug- ur. Hann hefir ferðazt til megin- lands Evrópu, og til íslands kom hann fyrir nokkrum árum. Að hiinnsta kosti tvær bækur eftir hann hafa verið gefnar út: Leikrit, ..tigorqárá pissará“ („Sá fyrsti fær hana“), og skáldsaga í tveim bind- ám, „erssíngitsup piumassá“ („Vilji hins ósýnilega“). Var hún prýdd úiyndum, sem hann teiknaði sjálf- úr. Auk þess hefir hann ritað margt í grænlenzka tímaritið „sujumut“ (,,Framsókn“). Skáldskapur Hans Lynge er ó- umdeilanlega grænlenzkur, bæði að formi og efni. Þar gætir hvergi stælinga á skáldskap annarra þjóða, er Hans Lynge hefir þó glöggan kunnugleika á. Og hann er þróttmikill og andríkur, enda hefir sú orðið raunin á, að bækur hans hafa selzt jafnóðum og þær komu út. Hér verður til skýringar og gam- ans lítillega rakin skáldsaga Hans Lynge, „Vilji hins ósýnilega,“ og fylgja endursögninni nokkrar myndir úr bókinni: Uvdloriaq og bróðir hans alast upp í heiðni. Foreldrar þeirra eru

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.