Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 80
74
DVÖL
felst í setningunni — sami grautur í
sömu skál.
Fyrir þrem árum komu þrjár smásögur
eftir Sigurð Helgason á markaðinn í bók,
sem nefndist „Og árin líða“. Ég dirfðist
þá að spá þeirri bók langlífi, einkum
vegna sögunnar „Skarfakletts“. Enn send-
ir Sigurður frá sér bók. Sú heitir „Við
hin gullnu þil“, og er í rauninni á mörk-
um þess, sem teljast verður smásaga og
skáldsaga. (Segja má, að allar smásögur
séu skáldsögur, en við höfum nú ekki betri
orð við hendina, svo að þessi verða að
nægja.)
Ég verð að segja, að mér finnst þessi
grautur frá höfundi „Skarfakletts" óþarf-
lega bragðdaufur. Sagan greinir frá ungri
heimasætu, sem gengur að eiga slæping
og drykkjurút og flyzt til hans, en sér
eftir öllu saman, eins og við er að búast,
þótt hún játi það naumast fyrir sjálfri
sér, hvað þá öðrum. Þegar allt er að
komast í óefni og vesalings konan getur
eiginlega hvorki farið né verið, lætur
höfundur hana verða úti í íslenzkri mann-
drápshríð. En svo er eins og hann fái
einhvern eftirþanka, sennilega vegna
þessara dramatísku en ófrumlegu sögu-
loka, og á seinustu blaðsíðunni reynir
hann að breiða dularslæðu þjóðsögunnar
yfir alla frásögnina. Sú viðleitni ber þó
ekki tilætlaðan árangur, enda á engan
hátt undirbúin.
Sagan er laglega skrifuð, en tilþrifa-
lítil og missir marks, ef höfundur hefir
þá ætlað henni nokkurt mark. Einnig
nafnið virðist algerlega út í bláinn, en
um það þýðir víst ekki að fást, svo mjög
sem þau breiðu spjót tíðkast nú.
Það er bæði vandi og vegsemd að vera
höfundur smásögu eins og „Skarfakletts",
þótt hún sé engan veginn svo fullkomið
listaverk, að höfundur hennar geti engu
við sig bætt. Ég fæst ekki til þess að
viðurkenna, að Sigurður Helgason hafi
brugðizt vonum mínum sem rithöfundur;
hitt er annað mál, að enn hefir hann ekki
uppfyllt þær. En ég trúi því, að hann
eigi það eftir. Þess vegna hlakka ég til
að sjá næstu bókina hans.
Þórárinn GuSnason.
Guðmundur Böðvarsson: Álf-
ar kvöldsins. Bókaútgáfa
Heimskringlu. Reykjavík 1941.
Síðasta ljóðabók Guðmundar Böðvars-
sonar á Kirkjubóli, „Álfar kvöldsins", er
nýtt og órækt vitni um það, að hann er
einn í hópi hinna beztu skálda íslenzkra,
sem nú eru uppi. En nafn bókarinnar er
óheppilega valið, minnir á „Stjörnur
vorsins".
Goethe gamli lét svo um mælt, að mik-
ið skáld þyrfti þrennt að gera á degi
hverjum: Tala við fallega stúlku, skoða
fagurt listaverk og hlýða á fagran söng.
Fá munu íslenzku skáldin, sem átt hafa
kost á öllu þessu, og ekki sízt mim sú
raunin um Guðmund Böðvarsson. Mega
þó meyjar og konur í Hvítársíðu ekki líta
svo á, að ég sé að bera brigður á kven-
legan þokka þeirra. En guði sé lof, að
mörg íslenzk skáld hafa samt hlotið mik-
inn þroska — þrátt fyrir fámennið og
fátæktina.
Annars væri ef til vill ekki fjarri lagi
að ráðleggja þeim, er vita vilja eitthvað
um Guðmund sjálfan og skáldraunir
hans, að lesa vandlega kvæði hans um
Stephan G. Stephansson. Mér er sá grun-
ur í hug, að margt sé þar sagt, er lýsi
sjálfs hans hag, eigi síður en Stephans
G.: Þreyttur bóndi hefir lokið erfiðu
dagsverki við jarðyrkju og ræktunar-
störf. Ljúft væri honum að hvílast sem
öðrum, en hann heyrir hvísl við gróf
gluggatjöldin og vængjablak við þak og
dyr og veit, að hin himinborna dis er í
námunda í sínum bláa kjól. En lúi er í
herðum og höndin vinnustirð, „og Ijóðið
hljóða hverfur sært til skógar". En bónd-
inn festir ekki væran svefn. Um miðja
nótt rís hann úr rekkju og yrkir ljóð sitt
— að ætla má. Ég hefi ekki lesið öllu