Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 83

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 83
D VÖL 77 ast hefir Theódór verið um kyrrt á sama stað um öllu lengra skeið en svo, að líkja megi til vistar í veri, þegar litið er yfir heila mannsævi, og oftast hefir starf hans verið við sjávarsiðuna. Þessi saga er mjög til jafns við hinar miklu og góðu ævisögur Guðmundar G. Hagalíns, „Sögu Eldeyjar-Hjalta" og „Virka daga,“ þar sem lýst er lífi Sæ- mundar Sæmundssonar, sem raunar er einnig talsvert getið i bók Theódórs. XJng- ur menntamaður hefir gert annan sam- jöfnuð um sögu Theódórs: Líkt henni við íslendingasögur, Píslarsögu séra Jóns Magnússonar og ævisögur séra Jóns Stein- grímssonar og Jóns Ólafssonar Indíafara, að því, er snertir frásagnarsnilld og ald- arlýsingar. Óhægur er sá samjöfnuður og umfangsmikill, og djarft til orða tekið. En hvort sem þar hefir verið ofsagt eða eigi, þá verður vart um það deilt, að saga Theódórs er merkisbók. J. H. Hulda: Hjá Sól og Bil. Sjö þættir. Ásamt ritgerð eftir dr. R. Bech. Akureyri. Útgef- andi: Guðm. Pétursson, 1941. Hulda skáldkona vayð sextug 6. ágúst s. 1. og minnist afmælisins með því að gefa út 16. bók sína. Hefir hún verið ærið afkastamikil á ritvellinum, svo að ekki hafa aðrar konur íslenzkar gert þar bet- úr. Og hún hefir ekki verið við eina fjöl íelld um efni né form: Sent frá sér kvæði, Þulur, ljóðaflokk, riss, ævintýri, smásögur og langar skáldsögur. Á þessu öllu hefir bó verið sérkennilegur svipur Huldu, mót- aður víðsýni og angan þingeyskra heiða á vordegi, hlaðinn töfrum íslenzkrar tungu og islenzkra þjóðfræða. í ritgerð- inni fremst í bók þessari gerir dr. Richard Bech prófessor grein fyrir æviatriðum, ritstörfum og bókmenntaþýðingu Huldu í skýru máli og snjöllu. Er mikill feng- Ur í greininni. í sagnaþáttunum sjö, sem í bókinni eru, Þlrtast raunar engar nýjar hliðar skáld- kommnar, sem varla er von. Hún hefir fyrir löngu tekið út þroska sinn. En hér njóta ýmsir kostir hennar sín vel, i þess- um þáttum, sagnadrögum, hugleiðingum og leifturmyndum. Hin heita og hárnæma samúð hennar skartar hér í fullri tign, og krafa hennar um fegurð, drengileik og skuggalausa heiðríkju hugans er sveigju- laus sem jafnan fyrr. Og ekki fatast tök- in á málinu. — Þættirnir eru hlýir og mjúkir, fagrir og ilmandi, sveipaðir þess- um einkennilega rómantíska rósroða, sem Hulda kann ein full tök á. A. S. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson: Grjót og gróður. Skáldsaga. ísafjörður. Prentstofan ísrún, 1941. Hér er á ferðinni kornungur höfundur, rösklega tvítugur verkamaður, og er þetta þó önnur bók hans. Hér er lýst lífi, kjör- um og hugsunum Þorláks Þorlákssonar verkamanns og fjölskyldu hans, daglegu stríði fyrir daglegu brauði, gleði og harmi þröngra kjara í lélegri kjallaraíbúð. Hefir þessi ungi höfundur numið íslenzkri skáld- mennt hér nýtt land, því að þetta mun vera fyrsta eiginlega verkamannaskáld- sagan, sem hér kemur fram. Fullkomin fásinna væri að ætlast til þess, að 22 ára gamall unglingur skrifi heilsteypta og fullkomna skáldsögu, enda er hægðarleikur að benda á galla á „Grjóti og gróðri", ef vilji er til að fara út í þá sálma. Gallarnir eru þó sízt von- um meiri, og kostirnir gnæfa langt yfir þá: Ýmsar glöggar persónulýsingar, lif- andi frásagnir og skýrar atburðamyndir. Hinn ungi höfundur virðist búa yfir góð- um hæfileikum og ákveðnum vilja. Verð- ur gaman að sjá þroska hans vaxa með aldri og æfingu. A. S. Eyjólfur Guðmundsson: Afi og amma. Mál og menning. Reykjavik, 1941. Eyjólfur hreppstjóri Guðmundsson að Hvoli í Mýrdal segir í bók þessari frá ævi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.