Dvöl - 01.01.1942, Síða 84

Dvöl - 01.01.1942, Síða 84
78 DVÖL Erlendn liölundarnlr Jacinto Octavio Picón var einn af beztu rithöfundum Spán- verja í lok nítjándu aldar og í byrjun hinnar tuttugustu. Hann var einnig merk- ur listagagnrýnandi Og ritaði bækur um slík efni. Talið er þó, að franskra áhrifa gæti allmjög í skáldskap hans. Margar sögur hans fjalla um samskipti karla og kvenna, og er frábærum næmleik hans og stílfegurð við brugðið. Fátt hefir verið þýtt eftir hann í íslenzku, enda hafa hin- ar auðugu spænsku bókmenntir verið ís- lendingum lítt kunnar til skamms tíma. En á síðustu árum hefir Þórhallur mag- ister Þorgilsson átt drjúgan þátt í því að kynna hér spænskar menntir, skrifað margar greinar um slík efni, þýtt ágætar sögur og kennt spænska tungu. og högum afa síns og ömmu, þeirra Ólafs Högnasonar (f. 1791) og Ingveldar Jóns- dóttur (f. 1793), er reistu nýbýli í Eyjar- hólum við Pétursey í Mýrdal 1829, og bjuggu þar síðan full fjörutíu ár. Ing- veldur varð níræð (d. 1883) og dvaldi síð- ustu ár sín hjá Guðmundi syni sínum í Eyjarhólum, föður Eyjólfs hreppstjóra. Er uppistaða bókarinnar minningar um það, sem amma höfundar sagði honum ungum. En hún var gáfuð kona og gagnmerk. Hér er mjög glögg og skemmtileg ald- arfarslýsing, rituð af mikilli ást á við- fangsefninu og frábærri sannleiksást og samvizkusemi, að bezt verður séð. Er því hér mjög merkilegt heimildarrit um tíma, sem umbyltingar síðustu áratuga hafa ýtt mun lengra frá oss en ártölin gefa í skyn. — Mál Eyjólfs er hreint og kjarn- yrt alþýðumál og frásögnin öll glögg og sköruleg. Dr. Einar Ólafur Sveinsson getur þess í formála bókarinnar, að Eyjólfur hrepp- stjóri hafi skrifað aðra bók um foreldra Jacinto Picón fæddist árið 1853, en dó sjötugur að aldri árið 1923. Robert Bontine Cunninghame Graham fæddist 1852 af skozku foreldri, mjög kynstóru. En ömmu átti hann spænska, sem kenndi honum á bamsaldri spænska tungu og hafði mikil áhrif á hann. Hann stundaði háskólanám í heima- landi sínu, en hvarf þegar á æsku- árum til fjarlægra landa og gerðist mjög víðförull í mörgum heimsálfum. Var hann þá langdvölum í Suður-Ameríku og rak búskap í Argentínu. Þrátt fyrir fjarvistir sínar tók hann löngum drjúgan þátt í stjórnmálabaráttunni í Bretlandi. Var hann þingfulltrúi fyrir verkamannaflokk- sína og hina þriðju endurminningar sjálfs sín. Væri æskilegt, að þær kæmust út sem fyrst, ef þær eru jafn ágætlega skrifaðar og „Afi og amma“. A. S. Jón Benediktsson prentari: Vorboði íslenzkrar œsku. íþróttamál II. — Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar, MCMXLI. Höfundur rits þessa hefir unnið af eld- heitum áhuga að því, að hafizt væri handa um byggingu íþróttahúss á Akur- eyri, skrifað um málið og safnað fé. Og nú er verið að reisa íþróttahúsið. í ritinu eru hvatagreinar um íþrótta- hússmálið og um íþróttir almennt, ritað- ar af brennandi áhuga og mikilli góðvild. Það er forkunnar vel prentað, í þremur litum, á gljápappír, myndum prýtt og eintökin tölusett. Ágóði af því rennur til íþróttahússins. A. S.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.