Dvöl - 01.04.1946, Síða 63

Dvöl - 01.04.1946, Síða 63
DVÖL 141 Ný IjóS: Eftir Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrum. — Útg. Helgafell 1945. Þessi litla en snotra ljóðabók hefur að geyma tuttugu og níu ljóð eftir hina ungu og efnilegu skáldkonu, Guðfinnu frá Hömrum, er lézt á heilsuhælinu að Kristnesi á síðastliðnu vori. Þetta var önnm' ljóðabók skáldkonunnar. Hin fyrri kom út fyrir nokkrum árum, og vakti svo sterka athygli, að ljóðelskir menn skipuðu þessari nýju skáldkonu þegar á bekk með fremstu ljóðskáldum vorum. Þaö var heldur ekki mn að villast, að hér var engin meðalmanneskja á ferð. Þessi ljóð voru heilsteypt og fáguð, og að baki þeim bjó djúp alvara, hrein- skilni og kvenleg viðkvæmni. Svo komu „Ný ljóð“, önnur ljóöabók þessarar mikilhæfu skáldkonu rétt áöur en hún féll í valinn. Það verður kannske tæplega sagt, að þessi bók sýni miklar framfarir frá hinni fyrri, en þess var tæplega að vænta, þar sem sú bók virt- ist vera verk þroskaös skálds. Efni þess- ara nýju ljóða viröast öllu lengra sótt og eru ekki jafn lífstrú og nærtæk og í fyrri bókinni. Þar voru yrkisefnin mörg hver gripin úr daglegri lífsreynslu, og kvæðin lofsöngur um þá fegurð, sem mætir mönnunum í raun og gleði hvern virkan hag, hlý og þróttmikil tjáning. I þessu nýja safni eru beztu kvæðin sem fyrr, þar sem yrkisefnin eru tekin úr lífi 0g lífsbaráttu þjóðarinnar. Bráð- snjöll kvæði af því tagi eru í bókinni, svo sem Gainli Sveinn og Faxi — einfalt °g snjallt kvæði nærtæk og sönn mynd °g hvergi fálmað um efnið. — Mörg fleiri kvæði í bókinni eru hagleg og bera skáldi vott. Vil ég fyrst og fremst nefna Þessi: Gamalt sendibréf, Viölag, Hið Sullna augnablik, Vikivaki, Brotið land °g Maður og mold. í því kvæði er þessi fagra og sanna vísa: Um langvegu komstu hrakinn heim eins og hind, er særð inn í myrkriö flýr. Og æ verður grund mín grænni en fyrr og gljúfurbragurinn hreinn og nýr, þegar útlaginn aftur snýr. Guðfinna frá Hömrum var þróttmikill og merkilegur fulltrúi íslenzkra kven- skálda, og ljóð hennar munu ekki gleym- ast — tök hennar eru svo föst. Þessi litla ljóðabók er snotur og vönd- uð að frágangi, en margir munu sakna þess að þessar tvær ljóðabækur skáld- konunnar eru misstórar og ólíkar í snið- inu. A. K. Þjóðhœttir og œvisögur frá 19 öld. Eftir Finn Jónsson á Kjörseyri. Útg. Pálmi H. Jónsson, Akureyri 1945. Það hefur lengi legið orð á því, að fræðaþulurinn, Finnur Jónsson á Kjörs- eyri, mundi hafa látið eftir sig allmikið af rituðum ævisagnaþáttum og þjóðlífs- lýsingum frá síðustu öld. En fæst af því hafði þó sézt á prenti. Nú er ritsafn hans komið út í allstórri og myndarlegri bók, og hefur séra Jón Guönason á Prest- bakka séð um útgáfuna og valið efnið, því að ekki mun þar að finna allt, sem Finnur lét eftir sig í rituðu máli, enda margt af því svo bundið heimasveit hans, Hrútafirði, að tæplega kæmi að notum fólki í fjarlægari landshlutum. Efni bók- arinnar er þó fjölþætt og finnast þar margir stórmerkir þættir. Fyrst er sjálfs- ævisaga Finns, en síðan koma ævisögu- þættir af Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Strandasýslu, og að síöustu frásagnir um þjóðhætti og daglegt líf í landinu um og eftir miðja 19. öld, þjóðsagnir. fyrir- burðir og fleira. Ég held, að óhætt sé að fullyröa, að þetta sé ein hin merkilegasta bók, sem komið hefir út um þjóðleg fræði á síð- L

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.