Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 63
DVÖL 141 Ný IjóS: Eftir Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrum. — Útg. Helgafell 1945. Þessi litla en snotra ljóðabók hefur að geyma tuttugu og níu ljóð eftir hina ungu og efnilegu skáldkonu, Guðfinnu frá Hömrum, er lézt á heilsuhælinu að Kristnesi á síðastliðnu vori. Þetta var önnm' ljóðabók skáldkonunnar. Hin fyrri kom út fyrir nokkrum árum, og vakti svo sterka athygli, að ljóðelskir menn skipuðu þessari nýju skáldkonu þegar á bekk með fremstu ljóðskáldum vorum. Þaö var heldur ekki mn að villast, að hér var engin meðalmanneskja á ferð. Þessi ljóð voru heilsteypt og fáguð, og að baki þeim bjó djúp alvara, hrein- skilni og kvenleg viðkvæmni. Svo komu „Ný ljóð“, önnur ljóöabók þessarar mikilhæfu skáldkonu rétt áöur en hún féll í valinn. Það verður kannske tæplega sagt, að þessi bók sýni miklar framfarir frá hinni fyrri, en þess var tæplega að vænta, þar sem sú bók virt- ist vera verk þroskaös skálds. Efni þess- ara nýju ljóða viröast öllu lengra sótt og eru ekki jafn lífstrú og nærtæk og í fyrri bókinni. Þar voru yrkisefnin mörg hver gripin úr daglegri lífsreynslu, og kvæðin lofsöngur um þá fegurð, sem mætir mönnunum í raun og gleði hvern virkan hag, hlý og þróttmikil tjáning. I þessu nýja safni eru beztu kvæðin sem fyrr, þar sem yrkisefnin eru tekin úr lífi 0g lífsbaráttu þjóðarinnar. Bráð- snjöll kvæði af því tagi eru í bókinni, svo sem Gainli Sveinn og Faxi — einfalt °g snjallt kvæði nærtæk og sönn mynd °g hvergi fálmað um efnið. — Mörg fleiri kvæði í bókinni eru hagleg og bera skáldi vott. Vil ég fyrst og fremst nefna Þessi: Gamalt sendibréf, Viölag, Hið Sullna augnablik, Vikivaki, Brotið land °g Maður og mold. í því kvæði er þessi fagra og sanna vísa: Um langvegu komstu hrakinn heim eins og hind, er særð inn í myrkriö flýr. Og æ verður grund mín grænni en fyrr og gljúfurbragurinn hreinn og nýr, þegar útlaginn aftur snýr. Guðfinna frá Hömrum var þróttmikill og merkilegur fulltrúi íslenzkra kven- skálda, og ljóð hennar munu ekki gleym- ast — tök hennar eru svo föst. Þessi litla ljóðabók er snotur og vönd- uð að frágangi, en margir munu sakna þess að þessar tvær ljóðabækur skáld- konunnar eru misstórar og ólíkar í snið- inu. A. K. Þjóðhœttir og œvisögur frá 19 öld. Eftir Finn Jónsson á Kjörseyri. Útg. Pálmi H. Jónsson, Akureyri 1945. Það hefur lengi legið orð á því, að fræðaþulurinn, Finnur Jónsson á Kjörs- eyri, mundi hafa látið eftir sig allmikið af rituðum ævisagnaþáttum og þjóðlífs- lýsingum frá síðustu öld. En fæst af því hafði þó sézt á prenti. Nú er ritsafn hans komið út í allstórri og myndarlegri bók, og hefur séra Jón Guönason á Prest- bakka séð um útgáfuna og valið efnið, því að ekki mun þar að finna allt, sem Finnur lét eftir sig í rituðu máli, enda margt af því svo bundið heimasveit hans, Hrútafirði, að tæplega kæmi að notum fólki í fjarlægari landshlutum. Efni bók- arinnar er þó fjölþætt og finnast þar margir stórmerkir þættir. Fyrst er sjálfs- ævisaga Finns, en síðan koma ævisögu- þættir af Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Strandasýslu, og að síöustu frásagnir um þjóðhætti og daglegt líf í landinu um og eftir miðja 19. öld, þjóðsagnir. fyrir- burðir og fleira. Ég held, að óhætt sé að fullyröa, að þetta sé ein hin merkilegasta bók, sem komið hefir út um þjóðleg fræði á síð- L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.