Hlín - 01.01.1955, Page 6
4
Hlin
Nú skal byggja, nú skal græða,
neýta krafta bygðum í.
Nú skal landið fleiri fæða,
flytja ei börn sín út á ný.
Nýjar stoðir, nýir viðir
nýrri bygging veita mátt,
nýjar leiðir, nýir siðir
nýja merkið reisi hátt!
En eitt hið besta dllra þjóða
er hin forna rekka taug.
Þessi rótin gamla, góða
greypt í feðra kumbl og haug.
Upp af henni hlynur rísi,
harla fagur, ekki smár.
Hann sje viti, er veginn vísi
vel hin næstu þúsund ár!
Þórður Kárason, Litla-Fljóti í Biskupstungum.
Þetta hlýja og ræktarlega kvæði birtist 1949 í hinu prýðilega
„Riti Fjelags Biskupstungnamanna í Reykjavík“ I. ..Inn til Fjalla“.
— Er þar um auðugan garð að gresja, enda munu Biskupstungur,
bæði fyr og síðar, hafa étt margt ágætra manna og landskunnra.
— Nú er fyrir skömmu lcomið II. bindi undir sama nafni, mikið
safn og fjölbreytt, með djúpar rætur í mannlífi og menningu
Biskupstungna. — Er hjer bæði um mikinn fróðleik að ræða og
ágætan skemtilestur. — „Inn til Fjalla“ er Fjelagi Biskupstungna-
manna til hins mesta sóma.