Hlín - 01.01.1955, Side 8
vel, að ætti þjóðarbrotið ekki að sogast inn í liringiðu
stórveldsins, var þcim lífsnauðsyn að halda sem fastast
saman. — Og þá viarð fyrst fyrir það, sem alla jafna lieiur
verið aðalatriðið í samvinnu landa vestra, það var kirkjan
og samhjdlpin þeim til Iianda, sem einhverra liluta vegna
þurftu hjálpar við. — Og þarna voru konurnar liðtækar. —
Og það vildi svo vel til, að landnemarnir áttu margar
framúrskarandi konur, dugmiklar og fórnfúsar, sem
stöppuðu stálinu í þær dugminni. — Fremst í flokki var
prestskonan, Lára Pjetursdóttir Bjarnason, sem aðstöðu
sinnar vegna, og sjerstakra hæfileika, var fremst í flokki
í fjelagsmálunum. — Eit margar voru þær duglegar og
fórnfúsar landnámskonurnar, og eftirkomendur þeirra
hafa ekki látið sitt eftir iiggja, sent sýnt mun verða.
Hið íslenska kvenfjelag í Argyle bygð í
Manitoba, Kanada.
Smápistlar úr fundargerðum kvenfjelags, sem stofnað var fyrir 70
árum í Argylebygð. — Safnað hefur prestur bygðarinnar,
Egill Hjálmarssort Fáínis.
Hver bygð á sína sögu, sem aldrei mun skráð verða á
spjöid sagnaritarans. Hana er að finna á smáblöðum, dag-
bókum og fundargerðum hinna ýmsu Ijelaga, sem stofnuð
hafa verið og starfað hafa lengri eða skemri tíma.
Hver bygð á sína drauma í æsku sinni um frægð og
gengi sem æskumaður á unglingsárum sínum. Þeir rætast,
el’ þeir sent bygðina byggja, taka höndum saman. Þeir
deyja, ef engin samtök verða. — Argylebygð átti sjer
marga drauma í æsku sinni. Margir þeirra liafa ræst. —