Hlín - 01.01.1955, Page 9
Hlin
7
Islensku konurnar í sveitinni áttu sinn þátt í að margar
óskirnar rættust. Verður hjer rakinn sjerstaklega sá þátt-
urinn, sem konurnar í elsta kvenijelaginu í bygðinni
spunnu framtíðinni til blessunar. — Miklir draumar ræt-
ast ekki á einum mannsaldri. Til þess þarf aldarfjórð-
unga, jafnvel aldir.
Einn fagran júnídag 10. dag mánaðarins 1885 komu
nokkrar framsýnar konur sanran í Argylebygð í Manitoba
í þeim tilgangi að mynda fjelag, sem ynni að ýmsum nauð-
synlegum fyrirtækjum. —• Um tilgang fjelagsins segja lög-
in svo: Það er tilgangur fjelagsins að efla og styrkja eftir
'megni góð og nytsöm fyrirtæki, sem miða til andlegra og
verklegra framfara, og ylir luiíuð að efla eindregna og
góða samvinnu innan og utan fjelagsins. — Ennfremur
stendur: Hver kvenmaður, sem náð hefur 10 ára aldri og
þar yfir, fær inngöngu í fjelagið, og skal nafn hans ritað í
nafnaskrá þess. — Einnig voru samdar sjerstakar fundar-
reglur, sem fylgja skyldi æfinlega. — Þar stendur skrifað:
Hver fjelagskona, sem æskir eltir að tala, skal biðja for-
seta um orðið. — Konur sjeu siðlátar, hafi ekki hljóðskraf
eða hvíslingar, heldur tali með reg'lu el’tir því sem forseti
veitir orðið. — Og ennfremur: Ef einhver fundarkona tal-
ar af sjer eða oftalar, þá hneykslist ekki fundarkonur á
því, heldur leiðrjetti það með hógværð. — Fundi sína
byrja þær með sálmi. — Mætt er á hinum ýmsu heimilum
framanaf, en eftir að kirkja er bygð hafa þær fundina í
henni. — Mánaðarlega er mætt. — Þær segja hug sinn um
málefnin. — Sitt sýnist hverjum, en bestn kvennaráð verða
ofaná. — Sumir vilja hjálpa fátækum, þessum eða hintirn,
þær sjá nektina og neyðina. — Ein segir að ekki verði öll-
um hjálpað, enda, sje peningaleysið svo mikið, að ekki sje
hægt að verða að nokkru gagni, það sje ekki hægt að loka
augunum fyrir því. — Slíkt finst leiðtogunum vera að van-
þakka Guðs gjalir að segjast ekki geta þetta eða hitt. Til
þess hafi verið á stað farið, að til góðs mætti verða, bæði
Guði og mönnurn. Og það skal uiinið sem kraftar eru til.