Hlín - 01.01.1955, Page 12
10
Hlin
Það er hverri bygð gott að draumar kvennanna rætist
sem best.#)
Hið íslenska kvenfjelag í Víkurbygð í
Norður-Dakota.
Til merkisatburða í siigu nýbyggðanna í Norður-Da-
kota má telja stofnun kvenfjelagsins í nýlendunni 1883.
— Þessi tilraun íslensku kvenþjóðarinnar til fjelagsstarf-
semi mun liafa verið sú fyrsta í sveitunum vestan hafs. —
Lengst af hefur Kvenfjelag Víkursafnaðar, sem önnur
sveitakvenljelög, átt stóran og góðan þátt í myndun og
viðhaldi fjelagslífsins innan sveitarinnar. Framan af mun
það hafa átt aðalþáttinn í að fullnægja þörf fólksins á
fjelagslífi og skemtunum. — í annnari grein gTundvallar-
laganna er ákvörðun um að vinna að því sem ,,fagurt er
og nytsamt” og við þann lagastaf hefur það haldið sjer í
skemtanastarfsemi sinni. — Það er ekki auðvelt að mæla
áhrif þau til menningar, sem eiga rót sína að rekja til
'hinna ágætu erinda í bundnu máli og óbundnu, sem flutt
hafa verið á kvenfjelagssamkomum þessi 70 ár, sem kven-
fjelagið hefur verið að verki. — Söngur og hljóðfæraslátt-
ur, sem jafnan hafa verið þættir í skemtiskránum, liafa ef-
laust haft sín hollu áhrif. Leiklistinni hefur verið góður
sómi sýndur frá því fyrsti leikurinn var sýndur, árið 1884,
og fram að þessunr tíma. — Ætíð hefur mikil áhersla verið
liigð á það að samkomurnar færu sem mest fram á ís-
#) I Argylebygð eru þessi sveitarfjelög: Glenboro, Baldur, Brú
og Grund. Arið 1909 sat kona í fyrsta skifti sem erindreki á ís-
lenska Kirkjuþinginu í Winnipeg, hún var úr kvenfjel. í Argyle.