Hlín - 01.01.1955, Page 13
Hlin
11
lensku, og er því óhætt að l'ullyrða, að þær hafa átt stóran
þátt í að viðhalda íslenskri menningu og íslenskri tungu
innan sveitarinnar.
Árið 1926—29 gekst Hið íslenska kvenfjelag í Víkur-
bygð, ásamt öðrum kvenfjelögum í bygðum íslendinga í
N.-Dakota, fyrir söngkenslu innan bygðanna, og var Bryn-
jólfur Þorláksson fenginn sem kennari. Hafði þetta starf
mikla þýðingu fyrir yngri sem eldri sem kenslunnar nutu.
Þegar það sorglega slys henti nokkra söfnuði í N.-Da-
kotabygðinni, að trúarágreiningur varð til þess að þeir
klofnuðu, þá bar kvenfjelagið í Víkurbygð gæfu til þess
að tvístrast ekki. Konurnar gerðu þann skynsamlega
samning með sjer þá þegar, að þrátt fyrir það að
sumar þeirra tilhéyrðu öðru safnaðarbrotinu, sumar hinu,
skyldu þær halda áfram starfi sínu nákvæmlega eins og
þær höfðu áður gert, en skifta ágóða starfsins rnilli sín, svo
hver hópurinn gæti stutt sinn söfnuð eftir vild. — Var
þetta mjög hiappasæl tilhögun, og hvergi er að sjá í bókun-
um að misklíð hafi átt sjer stað. — Þegar svo safnaðarbrot-
in sameinuðust á ný, var kvenfjelagið reiðubúið án nokk-
urra umsvifa að halda áfram stiarl'inu fyrir söfnuðina eins
og ekkert hefði í skorist.*)
*) I N.-Dakota eru þessi íslensku sveitarfjelög: Akra, Hallson,
Garðar og Mountain.