Hlín - 01.01.1955, Page 16
14
Hlín
fjelagslífinu. — Þessar samkomur hafa aðallega verið
þrjár: Betelaf'mælið, Sumarmálasamkoman og Þakkarhá-
tíðin. — Hafa fjelagskonur leitast við að fagna sumrinu á
gamlan, íslenskan hátt, reynt að hafa alíslenska skemti-
skrá og alíslenskan mat.
Gamalmennaheimilið Betel hefur lengi, bæði í ræðu
og riti, verið kallað óskabarn Kvenfjelagsins. Og er það
orð að sönnu. — Fjelagið lagði fyrsta steininn í undirstöð-
tma að því þarfasta fyrirtæki, sem íslendingar vestan hafs
hafa unnið að. Heimilið var stofnað 1915, það hefur alla
jafna notið ástríkis kvenfjelagsins. — Þessi hugsjón gagn-
tók huga og hjörtu íslendinga víðsvegar um bygðir. —
Landar vorir sjá sóma sinn í því, að láta heimilið aldrei
vanta það sem það þarf, til minningar um hina göfugu
konu, frú Láru, og hinn mikla og góða mannvin, dr. B.
J. Brandson.*)
Bandalag íslenskra lúterskra kvenna í
Norður-Ameríku.
Þegar kvenfjelögin höfðu starfað árum saman hvert í
sínu lagi, varð það að samkomulagi að stofna til samvinnu
þeirra á milli, þá yrði fleiru komið í framkvæmd en með-
an eitt og eitt fjelag starfaði sjer. — Bandalag islenslira
lúterskra kvenna í Norður-Ameriku var stofnað í Selkirk
26. júní 1925, og er því 30 ára á þessu sumri. í því eru 20
—30 fjelög og margir einstaklingar. — Bandalagið stofn-
*) Nú eiga landar vestra 3 önnur Elliheimilii: „Stafholt" í
Blaine Wash, „Borg“ á Mountain, N.-Dakota, og „Höfn“ í Van-
couver, B. C.