Hlín - 01.01.1955, Page 20
18
Hlin
þótt enskan sje lögboðin námsgrein í öllum skólum ríkis-
ins og siðir og áhrif verði að sjálfsögðu mikil og margvís-
leg, þá er langt frá því að stjórnarvöldin vilji draga úr við-
haldi þjóðlegra einkenna íbúanna. Þvert á móti hvetja
þau öll þjóðarbrotin ti! að viðhalda, að svo miklu leyti
sem mögulegt er, tungu og siðum, el'na til sýninga, sanr-
kepni o. s. frv. — íslenskar konur hafa t. d. oft tekið þátt
í handavinnu- og matvælasýningum, í búningasýningum
og samkepni, og jafnan hlotið mikið lof og verðlaun
fyrir.
Kvenfjelag Sambandssafnaðar, Winnipeg.
Stofnað 1. febrúar 1904.
Nýlega er komið út vandað rit, lielgað 50 ára minningu
fjelagsins, prýtt fjölda mynda: Af prestum safnaðarins,
formönnum og öðrum starifsmönnum.
Snemma á tímum landnáms Íslendinga vestan hafs
klofnuðu kirkjudeildirnar (lúterskir og unítarar) og hefur
svo lialdist fram á þennan dag. Hefur hver kirkjudeild
sínar kirkjur, sína presta, sín blöð, sín fjelög, sín sam-
bönd. — Þó liafa fjelögin samtök um einstök atriði, t. d.
Þjóðræknisfjelögin, íslendirigadaginn og móttöku gesta.
— Fulltrúar frá báðum Samböndunum tóku á móti mjer
um árið, og jeg flutti erindi og hafði sýningar jafnt á veg-
um beggja, og var á báðum Sambandsþingunum. — Var
injer það mikið gleðiefni.
Fyrsti formaður fjelagsins var Margrjet J. Benedictson,
'kvenfrelsishetjan mikla.
Kvenfjelagið hefur ætíð staðið fyrir öllum safnaðarsam-
komum, árslundum og þeim kirkjuþingum, sem lialdin