Hlín - 01.01.1955, Page 22
20
Hlín
og nefnt Kvenjjelag Sambandssafnaðar. — Nú var gaman
að lifa. Auknir kraftar, innilegt samstarf, sjálfsfórn og
dugnaður í öllu sem tekið var fyrir hendur. — Arður af
fyrirtækjum fjelagsins óx árlega. — Gjafir til safnaðarins
voru töluvert yfir þúsund dollarar á ári. — Árið 1922 var
stofnað annað kvenfjelag af ungum stúlkum innan safnað-
arins, sem nefndist „Aldan".
Sumarmála- og þakklætishátíðir kvenfjelagsins hafa
verið bæði arðberandi og fjelaginu til sóma. — Mörg af
stórmennum þjóðar vorrar hafa flutt ræður á þessum sam-
komum. — Bestu listamenn og konur þjóðarbrotsins hjer
hafa skemt með söng og hljóðfæraslætti. — Samkomurnar
hafa verið islenskar eftir l)esla mætti. Markmiðið er að
viðhalda hjartkæra móðurmálinu. — Mikið var unnið fyr-
ir Rauðakrossinn á stríðsárunum. Líka var liugsað um
íslendinga, sem voru í herþjónustu, og þeim sendar gjafir.
Fjelagið hefur staðið fyrir mörgum samsætum. — Þegar
skáldsögur Guðrúnar H. Finnsdóttur komu út, var höf-
undi haldið samsæti og lienni afhent skrautritað ávarp. —
Þegar Hólmfríður Pjetursson, ein af stofnendum fjelags-
ins, ekkja síra Rögnvaldar, átti sjötugs afmæli, var Iienni
ha'ldið fjölment samsæti. — Meðal annara hófa, sem fje-
lagið hefur stofnað til, var veisla, sem haldin var 6. sept.
1947 til heiðurs hermönnum, sem komu heim úr síðara
alheimsstríðinu.
Það eitt er mikils virði, segir ritstjóri minningarritsins,
Guðrún Skaptason, að hafa átt samstarf með lnindrað
þrjátíu og sex konum, sem hafa tilheyrt þessu fjelagi um
lengri eða skemri tíma.
Fulltrúa hefur fjelag okkar átt í ýmsum fjelögum bæj-
arins. — Fundir fjelagsins hafa jafnan farið fram á ís-
lensku, svo og samkomur þess.
Þann 27. júní 1926 var Samband frjdlstrúarkvenna
stofnað á Gimli að miklu leyti fyrir áeggjan Sambands-
fjelagsins í Winnipeg. — Þarmeð var stigið stórt spor í
rjetta átt að sameina kraftana til stuðnings velferðarmál-