Hlín - 01.01.1955, Page 24
22
Hlín
kvenfjelög, sem eru úháð, voru stofnuð eingöngu í þeim
tilgangi að ná til allra íslendinga jafnt, til hjálpar og
kynningar. — Gott dæmi um það, skrifar Jakobína Jolin-
son, skáldkona, eru nokkur kvenfjelög hjer á Kyrrahafs-
ströndinni: ,,Eining“ í Seattle, „Sólskin" í Vancouver,
„Freyja“ í Bellingliam og í Victoria „Womens Iclandic
Club“.
„Eining“, Seattle, stofnað 20. jan. 1910. — Markmið að
glæða íslenska fjelagsstarfsemi, hafa samtök um að hjálpa
eftir megni þeim sem eiga bágt rneðal íslendinga og vitja
sjúkra íslendinga. — Árið 1942 stofnaði „Einmg“ sjóð,
alveg fráskilinn fjelagssjóðnum. Minningarsjóð, er gefið
væri til af fjelagskonum, og almenningi boðið að gera slíkt
hið sama, til minningar urn dána frumherja, meðlimi,
ættingja og vini. — Minningarsjóði þessum hefur verið
varið til að styrkja Gamalmennaheimilið „Stafholt" í
Blaine. Nennir sú upphæð nú rúmlega 1000 dölum. —
Fjelagið hefur tekið upp þann sið, og haft samvinnu um
það við Bókafjelagið „Vestra“, að fara einu sinni á ári
til „Stafholts" með alskonar heimatilbúinn, íslenskan nrat
og fjöruga skemtidagskrá.
Starfið blessast og er haldið áfram í sömu átt, er stofn-
endur fyrst lögðu hendur til verks. — Þær konur eru nú
flestar horfnar af sjónarsviðinu, en yngri konur teknar
við. — Fjelagiðhefur haldið uppi fundum á íslensku máli.
„Sólskin“ i Vancouver, B. C., stofnað 1. nóv. 1917, til
að örva íslenskan fjelagsskap meðal landa vorra hjer í bæ.
— Fundir haldnir síðasta fimtudag í hverjum mánuði
eins og þegar fjelagið var stofnað fyrir 38 árum. — Fund-
argerð skrifuð á íslensku. — Fjelagið hefur haldið mörg
gleðimót, bæði til gagns og gamans. — Þegar Elliheimilið
„Hi)fn“ var sett á stofn Iijer í bæ tóku fjelagar að sjer að
hlynna að því eftir föngum. Það hefur haldið jólamót ár-
lega vistmönnum til skemtunar og sjeð um veitingar við
afmælishaldið á hverju hausti.
Eitt það fyrsta, sem fjelagið t<)k sjer fyrir hendur, var að