Hlín - 01.01.1955, Síða 25
Hlin
23
salna peningum til að senda jólaglaðningu til íslenskra
hermanna, sem þá voru víðsvegar um Kanada og Evrópu
(jólin 1917). Peningarnir voru sendir „Jóns Sigurðssonar
fjelaginu" í Winnipeg, sem á þeim tímum stóð fyrir hjálp
og gjöfum til íslenskra hermanna. — Á árunum 1929—38,
þegar kreppan mikla gekk ylir landið, notaði „Sólskin“
byggingarsjóð sinn til að styrkja þá sem erfiðast áttu.
„Freyja“ í Bellingham, Wash., stofnað í des. 1953. Ein
fjelagskonan skrifar: Borgin okkar, Bellingham í Was-
hingtonríki, telur um það bil 3500 íbúa. — Hún er um-
kringd skógivöxnum hlíðum, og háum, hvítum fjallstind-
um, sem minna einkennilega mikið á ættjörðina.
Hjer eru margir af íslensku bergi brotnir, en flestar af
konunum hafa gifst amerískum mönnum, og að þcirra
sið tekið sjer þeirra nöfn, og á þann hátt horfið í fjöldann.
Þessvegna fanst mörgum rjett að stofna kvenf jelagið til að
halda við kynningu meðal íslenskra fjölskyldna. —
Þegar boðið var til lundar gengu 15 konur í fjelagið
og það hlaut nafnið „Ereyja“. Fjelagskonur eru nú orðnar
um 40.
Það var ákveðið þegar á stofnfundi, að fjelagið ætti
sjer eitt aðalmarkmið, sem öllum kröftum og allri orku
yrði beitt að. — Og þar sem íslendingar ern mjög mikið
fyrir að afla sjer mentunar, var ákveðið að reyna að veita
styrk, a. m. k. einusinni á árinu, einum pi'lti eða stúlku,
sem legði stund á æðri mentun. — í marsmánuði 1955 var
fyrsti styrkurinn veittur, að upphæð 100 dalir, og liann
hlaut ungfrú Linda Santúelson, sem stundar nám við okk-
ar fræga kennaraháskóla hjer í Bellingham.
Þá er nýtt f jelag að komast á stofn í Victoriaborg, segir
frú Jakobína. (Hún aðstoðar konurnar á Ströndinni, þeg-
ar þær koma á hjá sjer fjelögum.)