Hlín - 01.01.1955, Page 26
24
Illin
Konurnar á Kyrrahafsströndinni liafa ekki látið sitt
eltir ligg-ja í fjelagsmálunum. — I lafa þar verið starfandi
bæði kirkjufjelög og óháð fjelög.
Elsta lúterska safnaðarfjelagið á Ströndinni er „Líkn“ í
Blaine, Wash. Stofnað 16. júlí 1916. — Fjelagið hefur alt
frá öndverðu styrkt söfnuðinn el'tir getu. Og frá því fyrsta
hlaupið undir bagga, þar sem vanheilsa eða óhöpp hafa
borið að garði-, en vegna 'þess að eftirlit og aðstoð frá
stjórn landsins til bágstaddra og aldraðs fólks hefur verið
meiri og almennari hin síðari árin en áður var, er að mikl-
um mun minni þörf á 1 íknarstarfsemi innan bygðarlag-
anna. — Hefur því þetta kvenfjelag lítið lagt til í þá átt
undanfarandi ár, í þéss stað liefur það töluverða fjárhæð
látið af hendi rakna til Elliheimilisins „Stafholt" hjer í
Blaine, og styrkir það einnig árlega, þó í smáum stíl megi
heita. — Við höldum fast við þann sið, að hafa almenna
skemtisamkomu að kvöldi Sumardagsins fyrsta og höfum
alíslenska skemtiskrá. Þessar samkomur eru vinsælar og
mjög vel sóttar.
Fram til ársins 1932 voru lundir haldnir á heimilum
fjelagskvenna og salur leigður fyrir skemtanir. Þá var
ráðist í að byggja samkomuhús. Stóð þá fjelagið í blóma
að starfskröftum og meðlimatölu (yfir 50). — Leitað var
samtaka við söfnuðinn og brást liann vel við og er h jer til
skýringar samlþykt safnaðarnefndar.
„Safrraðarnefnd Bláinesafnaðar lofar iijer með að gera
alt, sem í hennar valdi stendur til að hrinda í framkvæmd
byggingu á fyrirhuguðu samkomuhúsi safnaðarkven-
fjelagsins „Líkn“ með því að leggja fram alla vinnu
ókeypis, el'tir því sem sjálfboðaliðar kunna að fást til
vinnu. Ennfremur býður nefndin fram lóð safnaðarins
undir þetta fyrirhugaða hús, að því tilskyldu að kven-
fjelagið hafi í framtíðinni umráð og eftirlit með húsinu.“
— Og fyrir drengilega þátttöku, bæði safnaðarmanna og
margra utansafnaðarmanna, var verkið unnið á tveimur
mánuðum. Húsið var formlega opnað til afnota með al-