Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 27
Hlin
25
mennri samkomu fyrir troðfullu liúsi, og lykillinn afhent-
ur forseta kvenfjelagsins, Mrs. K. J. Brandson. af þá ver-
andi siafnaðarforseta, Andrjesi Danielson, 22. nóv. 1932,
og hefur kvenl jelagið haldið fundi sína og hina árlegu
skemtisamkomu í því síðan. 189 dagsverk voru gefin til
byggingarinnar og þar að auki fjárupphæðir og efni af
ýmsu tagi.
Annað alli jölment safnaðarkvenfjelag,' dugandi og
framsækinna yngri íslenskra og enskumælandi kvenna af
ýmsum þjóðlegum uppruna hefur verið stofnað og geng-
ur undir nafninu: Lutheran Junior Ladies Aid.
I»á er Fríkirkjukvenljelagið í Blaine, stofnað 28. febr.
1929. Fjelagið var stolnað aðallega til styrktar hinum ný-
myndaða söfnuði, en bæði þá og ætíð síðan hefur fjelagið
varið töluverðu af sínum tekjum tii líknarstarfsemi og til
að gleðja sjúka, gamalmenni og börn, bæði á jólum og
endrarnær. Árlega styrkir fjelagið sölnuðinn og sunnu-
dagaskólann fjármunalega eftir getu og kringumstæðum.
Til Elliheimilisins „Stafholt" gaf það 300 dali. —- Frá
byrjun seinasta alheimsstríðsins hefur fjelagið safnað föt-
um, hreinsað þau, bætt og pressað og sent til aðalfjelags-
ins, og það aftur sent Jrað til nauðstaddra í Evrópu.
Þann 17. mars 1945 hjelt þetta fjelag, í samvinnu við
Lestrarl jelagið „Jón Trausta", upp á 80 ára afmæli kven-
skörungsins Margrjetar J. Benediktson, sem þá var hjer á
Elliheimilinu. Þetta samsæti var mjög ijölment og í alla
staði myndarlegt. — Eitt allra vinsælasta tiltæki fjelagsins
er „Haustmótið". Það var byrjað á því 1944 og fyrstu árin
var það ihaldið í sal fríkirkjunnar, en nú í allmörg ár á
Elliheimilinu „Stafholt". Á þetta mót er boðið alt eldra
ifólk af íslenskum ættum, búsettu í Blaine og nágrenni,
alíslensk skemtiskrá og vandað til veitinga.
Þá er fslensk lúterska safnaðar-kvenfjelagið í Vancou-
ver B. C. Stofnað 25. ágúst 1944. — Kjörorð iþess er: „Mið-
aðu hátt. Horlðu hátt“. —
Það mun víðast vera siður hjer vestan hafs, þegar söfn-