Hlín - 01.01.1955, Síða 30
Merkiskonur.
Lára Bjarnason.
Fædd 16. maí 1842. Dáin 17. júní 1921.
Kal'li úr minningarræðu, sem flutt var í Fyrstu lútersku
kirkjunni í Winnipég 10. maí 1942 af presti safnaðarins
Valdemar lEylands. Einkunnarorð: Sú kona, sem óttast
Drottinn á lirós skilið. — (Orðskv. 31, 30).
í kirkjulegu starfi okkar hjer vestan liafs liöfum við átt
því láni iað fagna frá upphafi að eiga fjölda ágætra
kvenna, sem hafa skilið hið kristilega hlutverk sitt, og
hafa tekið á sig þá ábyrgð, sem Guð lagði þeim á lierðar,
tneð prýði og til mikillar blessunar. Og við 'eigum enn
margar slíkar konur. Eða hvar myndi söfnuðir kirkju-
I jelagsins nú staddir með starfsmál sín, ef ekki væru í
hverri bygð hópur kvenna, sem túlka trú sína í verkun-
um, konur, sem eiga í hjarta sínu fúsleika til að fórna
tíma og kröftum, konur, sem eru óþreytandi og ósigrandi
í baráttunni, sem við heyjum? Er jeg tala þannig, er rnjer
enginn fagurgáli eða gullhamrar í huga, heldur finn jeg
lijer hvöt til þess að bera þeim sannleika vitni, sem öllum
er augljós, en getur þó tíðum gleymst eins og annað, sem
við t'el jum eðlilegt og sjálfsagt.
En drotningin meðal liinna fórnfúsu, kristnu kvenna,
sem haldið hafa uppi höndum til þess að þessi söfnuður
mætti starfa og blómgast, verður frú Lára Bjarnason að
sjálfsögðu jafnan talin. í þessum mánuði eru hundrað ár