Hlín - 01.01.1955, Síða 33
Hlín
31
afneitunar, til kærleiksríkrar þjónustu, til helgunar í
huga og dáð, til þess að láta ekki undan síga þótt við
ramman sje afli að etja, heldur sækja l)jartsýnn á bratt-
ann uns marki er náð á sigurhæðum hins sanna lífs.
Hundrað ára minning. Æfistarf helgað fyrir Guðs náð.
— Kröftugur og kærleiksríkur vitnisburður frammi fyrir
samtíð sinni. Blessunarrík áhrif á fólk vort alt í þriðja lið.
— Þiannig tölum vjer nú og hugsum um frú Láru Bjarna-
son, vjer þekkjum enga aðra sem á fremur hrós skilið,
enga sem var hjartahreinni, enga sem túlkaði betur trú
sína á lávarð lífsins. — Þessvegna tökum vjer undir með
skáldinu ogsegjum:
,,Sje jeg samhljóðan í sögu þinni
skörungsskapuT og skyldurækni,
skaps og stillingar, styrks og blíðu,
vilja og varúðar, vits og dáðar.“
Margrjet J. Benediktson.
Margrjet er Húnvetningur, frá Hrappsstöðum í Víði-
dal, fædd 16. mars 1865. Faðir hennar var Jón Sigurðsson,
söðlasmiður, en móðir Kristjana Ebenesardóttir.
Margrjet fór ung að aldri til Ameríku (21 árs) og aflaði
sjer þar góðrar mentunar. Árið 1892 giftist hún Sigfúsi
B. Benediktssyni, búfræðingi. — Þau hjón stofnuðu
kvenrjettindiablaðið „Freyju“ 1898 í Selkirk og settu þar
upp prentsmiðju. Margrjet aflaði fyrirtækinu fjár með
því að ferðast um íslensku bygðirnar og safna áskrifenda-
gjöldum, og svo var undirskriftum og áskorunum um