Hlín - 01.01.1955, Síða 36
34
Hlin
Steinunn Frímannsdóttir.
Fætld 12. maí 1863. Dáin 10. júlí 1947.
„Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst,
mörg í vorum djúpu dölum drotning hefur bónda fæðst.“
Það var í mannmörgu samkvæmi, sem haldið var til
minningar og heiðurs merkismanninum Stefáni Stefáns-
syni, skóliameistara. Mann-
va!l mikið, margar ræður og
rjettmæt lofsyrði um jaann
ágætismann. En Steinunn-
ar, konu hans var ekki get-
ið. — Það 'hiefði Javí mátt
segja líkt og einhver gár-
unginn, sem hlustaði á lof-
ræðu um síra Matthías lát-
inn, en Guðrúnar konu
hans ekki minst:
„Var síra Matthías ógift-
ur?“
Nei, þeir voru báðir gift-
ir þessir heiðursmenn, og
það vel giftir.
í hinu umgetna samsæti brann jeg af löngun til að taka
upp merki frú Steinunnar, en þóttist, því miður, ekki fær
um það, óviðbúin, að gera því máli þau skil, sem ltæfði
lefninu, og sómasamlegt var. Var þar að auki reið, svo jeg
helði sjálfsagt talað af mjer. Tækifærið gekk um garð. —
Jeg hjet því þá með sjálfri mjer, að jeg skyldi reyna, þó
seinna væri, að minnast vinkonu minnar, sem var, að sínu
leyti, engu síður merkilleg persóna en maður hennar.
Lífi og starfi Steinunnar Frímannsdóttur mætti skifta
í þrjá kafla: Fyrst heimasæta á stórbýli í fríðri sveit,
Sleinunn Frimannsdóttir.