Hlín - 01.01.1955, Page 37
Hlin
35
Hielgavatni í Vatnsdal, þar sem ríkti velmegun og vel-
gengni, og öll gömul og góð íslensk 'heimilisstörf vóru
rækt með prýði og í heiðri höfð. — Annað tímabil Möðru-
vel'lir í Hörgárdal 1888—1904, þar sem þau hjón bjuggu
stórbúi. (Búskap hjéldu þau áfram á Möðruvöllum til
1910.) Um það tímabil er mjer ókunnugt, en vinur
þeirra hjóna, Sigtryggur horsteinsson á Akureyri, sem þar
var heimilismaður í mörg ár, skrifar þar um af þekkingu
og velvild. Síðasta tímabilið á Akureyri 1904—21 þekki
jieg vel. — Á heimili hjónanna var jeg heimagangur þau
10 ár, sem jeg var skólastjóri Barnaskólans. — Skólameist-
araheimilið var í þann tíð miðstöð menningar og fjelags-
lífs bæjarins, og þar átti húsifreyjan sinn þátt ekki síður
en húsbóndinn.
Steinunn Frímannsdóttir er fædd á Helgavatni í Vatns-
dal 12. maí 1863. Foreldrar hennar voru Jórunn Magnús-
dóttir og Frímann Ólafsson. — Jórunn húsfreyja var skör-
ungur mikilll, frábærlega vel verki farin og smekkvís, tals-
ver-t á undan sínu-m tíma hvað hússtjórn og vinnubrögð
snerti. Dæturnar vóru 4: Sigríður, Oddrún, Guðrún og
Steinunn, yngst. Frímann bóndi andaðist 1871, en Jór-
unn hjelt áfram búskap í 18 ár. Hún var skapkona og
sennilega talsvert stórlát. Vildi hún í engu vera eftirbátur
annara Vatnsdælinga um men-tun dætra sinna. Fjekk hún
Frí-ma-nn barnakennara á Kjalarlandi í 3 vetur ti'l að
'kenna systrunum nokkrar vikur, kom hann um vet-urnæt-
ur með kistil á bakinu, í honum vóru öll áhöld skólans.
Þannig gékk Frímann bæ frá bæ. Steinunn var síðar 2—3
vetur í Rieykjavík hjá Jóni rektor Þonkelssyni og Sigríði
Jónsdóttur konu hans. Hjá þeim góðu hjónum áttu öll
ungmenni jafnan góðu að mæta. Þarna lærði Steinunn öll
innanhússtörf og handavinnu.
Haustið 1886 sigldi Stcinunn til Danmerkur og var
þar þa-nn vctur, þar lærði hún matreiðslu og ýmiskonar
handavinnu. Þegar liún kom heim úr þeirri ferð, vorið
1887, sá jeg Steinunni í fyrsta sinn hjá Jóni rektor. Man
3*