Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 39
Hlin
37
b juggu stórbúi á' þeirrar tíðar mælikvarða með mesta
■myndarbrag, og voru að ýmsu leyti á undan sinni samtíð.
Heimilisfólkið var margt, oft milli 20 og 30 manns að
sumrinu. Reglusemi var mjög mikil hvað al 1 a vinnu
snerti. Sem dæmi skal nefnt, að þegar það kom fyrir um
'heyskapartímann að unnið var lengur frameftir en venja
var, þá var farið það seinna til vinnu næsta morgun. Við-
(horf fólksins til iheimilisins má nokkuð marka af því, að
margt af sama fólkinu var þar ár eftir ár, bæði vinnufólk
og kaupafólk. Öll vinnubrögð einkendust af einingu,
glaðværð og vinnugleði, ienda var oft skilað góðu dags-
verki.
Minningar mínar um húsbændurna á Möðruvölium
eru mjer hugljúfar. Jeg átti því láni að fagna að eignast
traust iþeirra og vináttu. Afskifti þeirra af mjer og mínum
högum voru þannig, að mjer finst jeg aldrei fá þau full-
þökkuð. — Um Stefán skólameistara hefur mikið verið
skrifað, svo jeg bæti þar ekkert um.
Um húsfreyjuna á Möðruvöllum hefur minna verið
skrifað, enda var hennar verksvið nokkuð annað. Hún
átti þó sinn mikla þátt í að gera garðinn frægan. Vegna
starfa sinna við náttúrufræðirannsóknir og þingsetu var
húsbóndinn oft langdvölum burtu frá heimilinu. Kom þá
í hennar hlut að veita móttöku þeim mörgu gestum, inn-
lendum og útlendum, sem heimsóttu Möðruvelli. Fórst
henni það a'lt úr hendi með þeim glæsibrag, sem ein-
kendi alla hennar framkomu. Einnig hlutu ýmsar ákvarð-
anir viðvíkjandi búrekstrinum að koma til hennar kasta.
Greiddi hún úr hverju máli á sem hagkvæmastan liátt.
Hún fylgdist vel með öllum störfum bæði innan húss og
utan, var vinnusöm og fjell ekki verk úr hendi. Það bætt-
ist einnig við störf húsfreyjunnar að sjá um mötuneyti og
þjónustu fyrir skólapilta á vetrum um 12 ára skeið. Hún
ljet sjer ant um fólkið og var aðlaðandi í aliri umgengni,
aldrei heyrði jeg hana tala stygðaryrði tii nokkurs manns.
Hún var giæsilieg kona, sem vakti eftirtekt hvar sem hún