Hlín - 01.01.1955, Side 40
38
Hlin
fór, laus við a'lla yfirborðsmensku og hjegóma, trygglynd,
en þykkjuþung, ef svo bar undir, viðkvæm í lund, en stilt
og virðuleg í allri framkomu. í einu orði sagt, frú Stein-
unn var góð og mikilhæf kona.
Þegar jeg kom að Möðruvöllum voru á heimilinu þrjú
gámálmenni, sem munu haía flutst þangað kringum
1890: Stefán Stefánsson og Guðrún Sigurðardóttir, for-
eldrar Stefáns kennara og Jórunn Magnúsdóttir, móðir
frú Steinunnar. Þetta gamla fólk liafði áður búið rausnar-
búi, hafði skilað miklu og góðu dagsverki og naut nú
hvtfldar og umhyggju í skjóli barna sinna. Það var lieið-
ríkja yfir þessu gamla fólki, það virtist hafa samúð með
öllu því sem minni máttar var, hvort sem voru menn eða
málleysingjar. Konurnar lifðu fá ár fram yfir aldamót, en
Stefán andaðist 1910. Hann var annálaður dugnaðar og
framfaramaður og mannvinur, sem vildi hlúa að öllu þar
sem hann taldi þroskamöguleika vera fyrir hendi. Mjer
hefur verið sagt, að fyrir hans atbeina hafi þeir dr. Valtýr
Guðmundsson og síra Friðrik Friðriksson átt þess kost að
ganga mentaveginn. Hann var sístarfandi og altaf boðinn
og búinn að leysa livers rnanns vandræði.
Tvö voru börn þeirra, Stefáns og Steinunnar, pi'ltur og
stúlka, sem bæði eru nú þjóðkunn: Valtýr ritstjóri „Morg-
unblaðsins" og Huld:i skólastýi'a á Blönduósi. Eins og
nærri má geta nutu þessi börn ástríkis og góðra uppeldis-
áhrifa foreldra og annara vandamanna, en jafnlramt
unnu þau allra hugi. Þau blönduðu geði við fólkið og
vildu snemma taka þátt í öllum störfum eftir því sem
getan leyfði.
Það eru nú liðin mörg ár og miklar breytingar orðnar
síðan þessi börn undu viðleik og störf á Möðruvöllum, þó
munu þau minnast bernsku sinnar með hlýjum liuga. Á
það virðist mjer benda sú órofa trygð, er jeg hef fundið .
að þau bera til alls þess, er eitthvað snertir þetta tímabil
á Möðmvöllum, sem jeg hef nú minst á í örfáum drátt-
um.