Hlín - 01.01.1955, Page 42
40
Hlin
Júlíana Friðrika Tómasdóttir.
F. 21. júlí 1872, d. 14. júní 1953.
MINNING.
„Sól rann til norðurs og sindrandi lækkaði.
Söngvunum fækkaði.
Fuglinn sig hreiðrinu fól.
Bárðardalsfjöll lögðu bláfeld um hlíðar.
Bláklukkur fríðar
lokuðu blöðum á brún.“
(Sigurjón Friðjónsson)
Við rætur vesturfjalla Bárðardals, langt frammi í hinni
fögru og búsældarlegu svieit, stendur bærinn Litluvellir,
fæðingarstaður og bernsku- og æskuheimili Friðriku
Tómasdóttur. Þaðan er fiagurt útsýni nær og fjær, sljett
tún og grundir og víðivaxið móabelti upp frá bökkum
Skjálfandafljóts. Vesturhlíðar Fljótsdalsheiðar mæta aug-
anu austan fljótsins, lágar og línumjúkar. Lengst í suðri
sjer til Vatnajökuls og háfjallanna þar norður af á öræf-
unum. í norðri sjást Kinnarfjöl'l.
Umlhverfið orkar á liugsana- og tilfinningalíf. Bárðar-
dalur býður fegurð, friðsæld og öryggi, en eggjar til
manndóms og brýnir vilja íbúa sveitarinnar að þiggja
gull í lófa starfandi handa.
Á síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamótin bjuggu
foreldrar Friðriku Tómasdóttur á Litluvöllum, eins og
áður er getið. Margrjet Sigurðardóttir, móðir hennar, var
heiðursvierð kona, g’laðlynd, geðstilt, greind og hjartahlý.
Faðir Friðriku, Tómas Friðfinnsson, var þjóðhagssmiður