Hlín - 01.01.1955, Síða 44
42
Hlin
Mjer er í ljósu minni, þegar jeg í fyrsta skifti sá þessa
íturvöxnu, virðulegu og hóglátu konu, sviphreina og
festulega ganga að störfum sínum, og bar heimili hennar
augfjósan vott unr mikla smekkvísi og fylstu reglusemi
í öllu.
Friðrika Tómasdóttir var mikil gæfukona og mann-
kosta. Hún var móðir sjö sona og tveggja dætra þeirra
hjóna. Yngri dóttirin andaðist lö ára að aldri, hugijúf
og elskuleg stúlka. — Hin börnin eru öll á lífi og hafa
stofnað eigin heimili, eru vel metin, vinsæl og víða
þekt vegna fjölþættra hæfileika sinna og atgervis.
Börn þeirra hjóna eru þessi:
Páll, kaupmaður á Akureyri, Vigfús ljósmyndari í
Reykjavík, Gunnar, píanóleikari í Reykjavík, Hermína,
frú, píanóleikari í Rey.kjavík, Iiðvarð, ljósmyndari á Ak-
ureyri, Jón, kennari á Akureyri, Agnes (látin), Hörður,
ijósmyndari í Vestmannaeyjum, Haraldur, verslunar-
stjóri á Akureyri.
Það þarf mikinn manndóm, iðjusemi, hagsýni og ár-
vekni til að annast gott uppeldi níu barna og skila þeim
fleygum og færum með holt veganesti úr föðurhúsum
frá móðurknjám. Þetta báru þau hjónin gæfu til að gera.
Mjer verður hugsað til þeirra ógleymanlegu stunda,
er jeg hef átt í heimili þeirra hjóna sem tíður gestur
þeirra og um tveggja ára skeið heimamaður í sama liúsi
og þau fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Af heimilsháttum fjölskyldunnar sá jeg Jrá og heyrði
svo margt, sem vakti aðdáun rnína og varð mjer minnis-
stætt og lærdómsríkt. — Þar var mikið unnið og kapp-
samlega. Jafnskjótt og þrek og aldur barnanná leylði,
voru þau þátt-takendur í líifsönninni, og jafnframt voru
Jjær í heiðri hafðar og hyltar af öllum söngvadísin og
gleðigyðjan.
Ætla mætti, að Jjessi hópur barna og unglinga hafi