Hlín - 01.01.1955, Page 47
Hlin
45
Birta og ylur börnum varstu þínum,
bjart er um þitt nafn í huga mínum,
þetta ljós var lampi minna fóta
og lýsti mjer — til heilla og sálubóta.
Og er við, börn þín, blessum þjer nú daginn,
til baka er horft, er nálgast sól þín æginn,
og fögnuð vekur sveinum bæði og svanna,
hve sólríkt er á vegum minninganna.
Því skini okkur gleðiglampi nokkur,
þú gladdist best og fagnaðir með okkur,
og þegar varð á vegi okkar sorgin,
þá varstu altaf trausta hamraborgin.
Hjartkær móðir, hægt var skjól að finna
hvergi betra en innan veggja þinna.
Drotning varstu þar í þjónsins líki,
Og það var birta yfir kóngi og ríki!
Og nú á þessurn þínum heiðursdegi
jeg þak’ka fleira, en jeg telja megi,
og vil þjer binda lítinn sveig í ljóði,
lagðan fram úr hjartans insta sjóði.
Jeg bið þig svo að lesa milli lína. —
Mig langar, að um stund þjer mætti hlýna,
og sem um vor þjer bærist blær um kinnar
frá bestu óskum hennar dóttur þinnar.