Hlín - 01.01.1955, Síða 49
Hlin
47
tvíkvæntur, fyrri kona
hans var Jakobína Sigurð-
ardóttir Jónssonar í
Möðrudal' á Fjöllum og
konu hans Ástríðar Vern-
harðsdóttur, en seinni
kona Þorsteins var Jó-
hanna Mattlu'asdóttir, var
Solveig Nielsen dóttir
hennar. — Foreldrar Jó-
hönnu, móður Solveigar,
voru Matthías Markússon
trejsmiður og kona hahs
Solveig yfirsetukona, dótt-
ir síra Páls Jónssonar
„skálda“ f Vestmannaeyj-
um. — Höfðu þau bæði
stundað nám erlendis í sínum sjergreinum, var Solveig
Pálsdóttir fyrst íslenskra kvenna, er fór utan til að læra
Ijósmóðurfræði. — Bjuggu þau hjónin fyrst í Vestmanna-
eyjum, og þar mun sonur þeitTa og dætur þeirra sex
hafa fæðst. Fluttust jiau síðan til Reykjavíkufeog reistu
bæ að Holti við Skólavörðustíg. Þótti heimili þeirra skara
Æram úr að myndarskap.
Solveig Pálsdóttir stundaði ljósmóðurstörf bæði í Vest-
mannlaeyjum og í Reykjavík og iþótti hún góður læknir
að eðlisfari, hafa sumir afkomendur hennar Jregið hand-
lægni og læknisnáttúru í arf, dóttursonur hennar, Matthí-
as Einarsson, varð einn af merkustu læknum Islands.
Solveig Nielsen bar ekki einungis nafn þessarar ömmu
sinnar heldur átti hún og ýmsa eiginleika hennar, hún
var frábærlega nærfærin við sjúka, ráðsnjöll og fljót til
úrræða, þejgár veikindi bar að garði. Og get jeg um þetta
vitnað af eigin reynd.
Holtssysturnar, eins og þær voru nefndar. þóttu allar
frábærlega myndarlegar í sjón, og vel gefnar til munns og