Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 51
Hlin
49
Þegar jeg kyntist þeim hjónum, 1938, bjuggu þau í
notalegri íbúð í Acadia Apts., hjer í borg, heimsótti jeg
Jjau oft. — Heimilislíf þeirra var skemtilegt og rólegt. —
Eldri dóttir þeirra, Valborg, var útskrifuð frá Manitoba
háskóla og frá verslunarskóla, og skipaði góða stöðu í
borginni, yngri dóttirin, Jóhanna, þá 9 ára telpa, var að
stunda nám, báðar glæsilegar og vel gefnar. Fjölskyldan
átti fallegan sumarbústað á Gimli og hafði mikla nautn
af að dvelja J>ar á sumrin. — Þótt Valborg færi að heiman
nokkrn síðar lil að taka að sjer ábyrgðarmeiri stöðu í
Ottawa, dróg J>að ekki úr heimilishamingju þessara ára,
}>ví sambandið milli hennar og foreldranna var náið eftir
sem áður. — Um }>að leyti tóku þau inn á heimilið bróður-
son Solveigar, son Matthíasar Þorsteinssonar, 10 ára garnl-
an, er mist hafði móður sína, var hann hjá }>eim þar til
’hann braiutskráðist frá Manitoba háskóla, og reyndust þau
honum sem bestu foreldrar.
Mjer þykir vænt um, að jeg kyntist Solveigu vinkonu
minni einmitt á þessu áhyggjuminstia og gleðiríkasta
tímabili æfi hennar. — Hún var svo hlý, skrafhreyfin og
glaðlynd, og oft brá fyrir gletni í augum hennar. Það var
eitthvað svo hressandi andrúmsloftið í kringum hana,
enda varð henni gott til vina. — Hún hjelt trygð við sína
gömlu vini og eignaðist jafnframt nýja vini hvar sem hún
fór. — Gestrisin var hún með afbrigðnm. — Það voru að-
eins fáein spor milli íbúða okkar og skaust jeg 'því oft inn
til hennar á öllum tímum dags og 'hún til mín. — Jeg tók
eftir því, að fjöldi eldri kvenna lögðu leið sína til hennar
og sátu hjá henni tímunum saman, komst jeg að því, að
margar þeirra voru einstæðingar, er í fá hús áttu að venda.
Tók Solveig jafnan á móti þeim með virktnm og reyndi
að gleðja þær á allan hátt. — Henni var fjarri skapi að
gera mannamnn á fólki. Öllum, sem bar að garði, veitti
hún höfðinglega og vel, það var hennar ánægja.
Ekki hef jeg þekt örlátari konu og gjöfulli en Solveig
var, og á jeg þá ekki sjerstaklega við efnislegár gjafir.
4