Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 53
Hlin
51
ihugfallast. — Þegar hún kom heim frá Otta,wa eftir lát
Valborgar, fór jeg til hennar. Hún var róleg að vanda og
undarlega sterk. — Hún feldi ekki tár, en við, vinir henn-
ar, vissum að lienni blæddi inn. — Líkamlegur þróttur
'hennar fór þverrandi upp frá þessu.
Jeg var hjá henni síðasta daginn, sem hún var heima,
var hún þá í fyrsta sinn rúmföst. Samt var hún glaðleg og
skrafhreifin. Hún liafði ánægju af lestri góðra bóka, eink-
anlegaljóða. — Hún fór þá að segja mjer efni úr bók, sem
hún 'hafði nýlega lesið, „Kontiki“, söguna af Norðmönn-
unum, sem sigldu á fleka frá vesturströnd Suður-Ameríku
og náðu Ihöfn á Suðurhafseyjum eftir þúsund rnílna sigl-
ingu yfir regin haf. — Þá um kveldið fór hún á spítalann
og viku síðar dó hún.
Við, vinir hennar, gleymum henni aldrei, þessari fall-
egu og tígulegu konu. Hún var í meðallagi há, grönn og
vel vaxin, alllar hreyfingar hennar 1 jettar og fallegar. Hún
var hárprúð, hafði mikið jarpt hár l'ljettað og undið fag-
urlega um höfuðið. — Háttprúð var lnin í öllu dagfari og
vönd áð virðingu sinni. Hún sór sig í ætt við sinn norræna
kynstofn og Ijet ógjarnan hlut sinn, ef henni ifanst að á sig
eða sína væri hallað. — Á siglingu hennar yfir lífsins haf
sýndi hún engu minni hetjudug en Norðmennirnir á
„Kontiki", sem hún dáði svo mjög, og eins og þeir bauð
hún ófærunum og erfiðleikunum byrginn og komst
sigrandi í höfn með sæmd og góðurn orðstír.
Frú Solveig Nielsen lætur eftir sig eina dóttur, Jó-
hönnu, glæsilega stúlku, sem útskrifuð er bæði frá Mani-
toba háskóla og verslunarskóla hjer í borg, tvær dóttur-
dætur, Karen og Ingrid, báðar í Ottawa, fósturson Carl
Thorsteinsson, bróður Kristján Thorsteinsson, hálfsystur,
frú Sophíu Uíldfell, öll þrjú búsett hjer í borg, og hálf-
bróður, Vernharð Þorsteinsson, mentaskólakennara á Ak-
ureyri. — Útiför frú Solveigar var gerð frá Bardals útfarar-
stofunni 21. maí 1954 að viðstöddu fjölmenni.
Ingibjörg Jón.sson.
4*