Hlín - 01.01.1955, Síða 54
52
Hlin
Katrín Siguðardóttir.
Fædd 2. janúar 1860. — Dáin 16. september 1953.
„Fagra haust, þá íold jeg kveö,
íaðmi vet mig þínum,
bleikra laufa láttu beð,
að legstað verða mínum."
Allir dagar eigia kvöld. Haust fylgir sumri og vetur
hausti. Eftir hið sólríka sumar kemur liaustið einnig, þeg-
ar bliknuðlauf falla og blómin fölna. Þannig er og mann-
líl’ið, því lýkur jafnan á einn veg, með dauða líkamans,
því að — „innsigli engir fengu upp á lífs stunda bið“.
Katrín Sigurðardóttir í Stardal, sem t dag er kvödd í
síðasta sinni og till grafar horin að Lágafelli í Mosfells-
sveit, var orðin háöldruð kona, lífið var orðið óvenjulega
langt, ifull 90 ár. — Og þó hún engan veginn færi varhluta
af sorgum, þjáningum og mótæti, og í lífi hennar skiftust
á skin og skúrir eins og gengur, þá minnir það þó á langt
og sólríkt sumar. —■ Þannig var skapgerð liennar og fram-
koma og alt dagfar, að enginn, sem kyntist henni, mun
minnast hennar án þess að birti yfir í huga hans. — í mín-
um huga verður minning hennar eins og ilmríkt blóm,
eða hugljúft sönglag.
Katrín var góð kona. Jeg held, að jeg hafi enga þekt,
sem sú mannlýsing er sannari um:
En þú gekst þinn veg
svo varfært og beint,
að vegna þín enginn grætur.“
Þessar ljóðlfnur eiga vissulega við um Iiana. Jeg hygg,
að mjer sje óhætt að fullyrða, að hún hafi aldrei á sinni
Jöngu æfi átt nokkurn óvin, endavar hógværð hennar ein-
stök og góðvildin mikil. Og víst er um jtað, að Iieldur
kaus hún að þola órjett en að lenda í deilum eða ófriði.